fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stal jakka og gítar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 13. maí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa brotist inn í verslun Tónastöðvarinnar í september í fyrra og stolið þaðan gítar að óþekktu verðmæti. Stuttu síðar var hann gómaður í verslun Gallerí Sautján í Kringlunni þar sem hann hafði stolið jakka að verðmæti tæplega 38 þúsund krónur.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi en hann á að baki sakaferil. Auk þess að sæta fjögurra mánaða fangelsi var maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt og dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar að upphæð rúmlega 300 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv