fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Harmleikur í New York: Fórnaði lífinu fyrir farsímann

Unglingsstúlka missti símann á lestarteina – Reyndi að ná honum aftur með skelfilegum afleiðingum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. apríl 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára gömul stúlka lét lífið þegar hún reyndi að endurheimta farsíma sem hún hafði misst niður á teina neðanjarðarlestarstöðvar í Queens um helgina.

Samkvæmt New York Daily News, var stúlkan að reyna að klifra aftur upp á brautarpallinn þegar hún varð fyrir lest. Lestarstjórinn náði ekki að stöðva vagninn í tæka tíð. Stúlkan var flutt á sjúkrahús í nágrenninu en var úrskurðuð látin.
Mikil skelfing greip um sig á lestarstöðinni.

„Fólk stökk til og reyndi að færa lestina og farþegar færðu sig allir á eina hlið vagnsins í von um að hægt væri að hagga lestinni og ná stúlkunni,“ er haft eftir sjónarvotti.

Samgönguyfirvöld í New York hafa í kjölfar harmleiksins ítrekað fyrri orð sín um að farþegar fari varlega og að enginn sími sé þess virði að fórna lífi sínu fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar