fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Óska eftir gömlum myndum úr flugstöð Leifs Eiríkssonar: „Þegar afi hafði hár og það voru pálmatré í flugstöðinni“

Auður Ösp
Föstudaginn 28. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því að flugstöðin á Keflavíkurflugvelli var vígð. Ýmislegt hefur breyst frá því árið 1987, farþegafjöldinn hefur fimmfaldast og mikil uppbygging átt sér stað á flugvellinum. Isavia óskar nú eftir gömlum ljósmyndum úr flugstöðinni, frá þeim tíma þegar myndir voru teknar á filmu og fatatískan einkenndist af permanenti og krumpugöllum.

Á facebooksíðu Keflavíkurflugvallar gefst fólki tækifæri á að senda inn myndir sem teknar voru í flugstöðinni í upphafi eða við lok utanlandsferðar.

„Flugstöð Leifs Eiríkssonar fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og af því tilefni óskum við eftir gömlum myndum úr flugstöðinni. Þegar afi hafði hár og það voru pálmatré í flugstöðinni, þegar Sigga systir gekk bara í krumpugalla með axlapúðum og þegar þú þurftir að muna að kaupa filmu í myndavélina áður en þú fórst í flugið.“

Þá geta þáttakendur átt von á því að komast út í heim. „Dragðu upp gamla myndaalbúmið og sendu okkur myndirnar af því þegar þú og þínir fóru í gott ferðalag og þú gætir unnið ferð fyrir tvo á áfangastað að eigin vali frá Keflavíkurflugvelli!“

Hér er hægt að senda inn ljósmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar