fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

„Ef ég væri Evrópumaður væri ég búinn að fá friðarverðlaun Nóbels“

Kúrdinn Abdul leitar að jarðsprengjum – Missti báða fætur í tveimur slysum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 2. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í hvert einasta skipti sem ég geri jarðsprengju óvirka líður mér eins og ég sé að bjarga mannslífi,“ segir Kúrdinn Hoshyar Ali Abdul. Abdul þessi hefur gert það að ævistarfi sínu að gera jarðsprengjur í héruðum Kúrda í Írak óvirkar.

Óhætt er að segja að vinnan hafi tekið sinn toll; í tvígang hefur sprengja sem Abdul vann við að fjarlægja sprungið og voru afleiðingarnar þær að hann missti báða fætur. Þrátt fyrir það hefur Abdul heitið því að halda vinnu sinni áfram á meðan hann getur.

Abdul er þrautþjálfaður í að aftengja jarðsprengjur.
Hættuleg vinna Abdul er þrautþjálfaður í að aftengja jarðsprengjur.

Áföll

Abdul var hershöfðingi í her Kúrda, Peshmerga, meðan ógnarstjórn Saddams Hussein var við lýði í Írak. Hussein beitti írakska hernum miskunnarlaust gegn Kúrdum og reyndi kerfisbundið að útrýma þeim. Tugþúsundir Kúrda voru myrtar og missti Abdul til dæmis nána ættingja í stríðinu.

Í umfjöllun Mail Online í vikunni sagði Abdul að hann hefði fyrst stigið á jarðsprengju árið 1989. Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegg hans í kjölfarið en slysið varð til þess að hann þurfti að láta staðar numið á vígvellinum og hætta í her Kúrda. Í stað þess að setjast í helgan stein ákvað Abdul að gera það að ævistarfi sínu að gera jarðsprengjur í Kúrdahéruðum Íraks óvirkar, en á meðan berst Peshmerga-herinn meðal annars gegn liðsmönnum ISIS.

Fimm árum eftir að hann hóf þetta göfuga verkefni dundu ósköpin aftur yfir. Abdul var við leit að jarðsprengjum þegar hann steig á eina sem varð til þess að fjarlægja þurfti hinn fótlegg hans. „Ég hélt að þá væri mér öllum lokið. Japanir voru svo góðir að gefa mér annan gervifót svo ég geti þjónað löndum mínum og fyrir það er ég þakklátur,“ segir hann. Flogið var með Abdul til Japan þar sem hann fékk gervifótinn afhentan auk þess að gangast undir endurhæfingu.

Abdul var herforingi í her Kúrda en þurfti að hætta eftir að hafa misst annan fótlegginn.
Herforingi Abdul var herforingi í her Kúrda en þurfti að hætta eftir að hafa misst annan fótlegginn.

Fengi friðarverðlaun Nóbels

Abdul fékk gervifætur að gjöf frá japönskum yfirvöldum og lætur hann fötlun sína ekki stöðva sig við leit að jarðsprengjum. Enn í dag gengur Abdul um Kúrdahéruðin en hann áætlar að á þeim tæpu 30 árum sem hann hefur leitað að sprengjum hafi hann fundið og aftengt tvær milljónir jarðsprengja. Abdul er vel meðvitaður um mikilvægi starfsins en segir að hann fái ekki alltaf það hrós sem hann á skilið. „Ef ég væri Evrópumaður væri ég búinn að fá friðarverðlaun Nóbels.“

Getur ekki hætt

Eins og gefur að skilja hefur Abdul gengið í gegnum ýmislegt á sínum 56 árum. Hann missti fimmtán ára son sinn í umferðarslysi fyrir nokkrum árum og var auk þess skotinn af leyniskyttu stuttu eftir að hann steig á seinni jarðsprengjuna. Þá missti hann báða foreldra sína og systur í efnavopnaárás hers Saddams Hussein í Anfal, en nokkrar þjóðir, þar á meðal Svíar, Norðmenn og Bretar, segja að um þjóðarmorð hafi verið að ræða.

„Mannslífin verða sífellt ódýrari og ódýrari. Efnavopn eru enn þann dag í notuð,“ segir Abdul og vísar í upplýsingar þess efnis að liðsmenn ISIS hafi beitt efnavopnum í bardögum sínum á undanförnum árum.
Sem fyrr segir hefur Abdul heitið því að halda starfi sínu áfram meðan hann hefur orku og þrek til. Hann vilji láta gott af sér leiða svo aðrir lendi ekki í sömu sporum og hann þegar hann missti fótleggi sína vegna jarðsprengja. „Ég geri þetta í nafni mannúðar og í nafni Guðs. Ég get ómögulega látið staðar numið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar