fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Stormur í vændum: Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú leggur í hann

Óveður og hríðarveður að skella á

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2017 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni virðist spá um storm og hríðarveður á fjallvegum ætla að ganga eftir í öllum meginatriðum. Byrjar vestan- og suðvestanlands með snjókomu á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum um og fyrir hádegi. Efst á Hellisheiði og Mosfellsheiði verður snjóbylur með 16-20 m/s frá því um kl. 12 til 14 en hlánar þar undir kvöld.

Hviðurveður í SA-áttinni undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi, 30-35 m/s þegar líður á morguninn en allt að 40-45 m/s frá því um hádegi og nær hámarki síðdegis. Á Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði versnar veður með skafrenningi og ofankomu, einkum upp úr kl. 15 til 16. Þá verður einnig blint með köflum á Möðrudalsöræfum þegar líður á daginn.

Færð og aðstæður

Óveður er á Kjalarnesi og Grindarvíkurvegi. Vegir eru að heita má greiðfærir á Suðurlandi en nú er að byrja að élja á leiðinni austur fyrir Fjall . Hálkublettir eru á Sandskeiði.

Á Vesturlandi er víðast autt en hálkublettir eru á Holtavörðurheiði og Bröttubrekku.

Óveður og éljagangur er á Fróðarheiði.

Vetrarfærð er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum en víðast greiðfært á láglendi. Snjóþekja er á Hrafnseyrarheiði en þæfingsfærð á Dynjandisheiði. Snjóþekja og hálka er á veginum norður í Árneshrepp.

Það er víðast autt á Norðurlandi en þó er hálka eða hálkublettir á fáeinum köflum, aðallega á útvegum.

Á Austurlandi er á köflum hálka eða hálkublettir. Þungfært er á Vatnsskarði eystra og Breiðdalsheiði. Ófært er á Öxi og í Vattarnesskriðum.

Greiðfært er með suðausturströndinni en hálkublettir á útvegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar