fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Töluverður ölvunarakstur um páskana

Fjölmargir ökumenn hafa verið teknir fyrir annað hvort ölvunar- eða fíkniefnaakstur það sem af er liðið páskum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2017 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær [laugardag] hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskifti af fjölmörgum ökumönnum sem voru annað hvort ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Þá var hún einnig kölluð til vegna nokkurra einstaklinga sem voru með ærslagang og óspektir á götum úti.

Þetta voru helstu atburðir gærdagsins hjá lögreglu í tímaröð

18:45 – Bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut, ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands síns.

20:49 – Bifreið stöðvuð á Selásbraut. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. Þar að auki ók hann þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Þá var ökumaðurinn með 2 ára barn sitt í bifreiðinni og var Barnavernd kölluð til vegna málsins.

22:28 – Bifreið stöðvuð við Efstasund. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

00:46 – Tilkynnt um mann sem var ofurölvi er hann lá á miðri akbraut í Hafnarfirði. Lögreglumenn reyndu að koma manninum heim til sín án árangurs og var hann því fluttur til vistar í fangageymslu lögreglu þar til ástand hans lagaðist.

01:08 – Ökumaður bifreiðar svöðvaður í Kópavogi. Bifreiðin reyndist vera með röng skráningarmerki og ótryggð. Ökumaðurinn er einnig grunaður um að hafa ekið undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna – auk þess að vera réttindalaus.

02:34 – Tilkynnt var um kengfullan mann sem var til vandræða við Lindargötu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu þar til ástand hans lagaðist.

03:00 – Afskipti höfð af ölvuðum ökumanni við Grettisgötu, þar sem vegfarendur höfðu fengið hann til að nema staðar sökum ástands síns. Maðurinn var síðan vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

03:51 – Bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við Kópavog. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

04:17 – Bifreið stöðvuð á Sæbraut. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

04:40 – Bifreið stöðvuð á Skothúsvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv