fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Réttindalaust ungmenni í handbremsuvandræðum

Bíll 17 ára ökumanns rann á kyrrstæða bifreið

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð skondið umferðaróhapp varð í tólfta tímanum í gærkvöldi en þá hafði Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af 17 ára ökumanni.

Ökumaðurinn hafði upphaflega ekið á kyrrstæða bifreið. Þegar hann steig svo út úr bifreið sinni til að athuga skemmdirnar vildi ekki betur til en að bíllinn rann af stað beint á aðra kyrrstæða bifreið.

Það er kannski ekki skrýtið að aksturskunnáttan hafi verið takmörkuð hjá ökumanninum unga enda kom fljótlega í ljós að hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Ökumanninum var ekið til skyldmenna að ósk foreldris og lyklar teknir í vörslu lögreglu. En í tilkynningu frá lögreglunni segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar