fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Tap útgáfufélags Fréttatímans tífaldaðist

Morgundagur tapaði 151 milljón á rekstri fjölmiðilsins í fyrra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfufélag Fréttatímans tapaði 151 milljón króna á rekstri fjölmiðilsins í fyrra og rúmlega tífaldaðist tapið milli ára, en það nam 13,5 milljónum króna árið 2015. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Útgáfufélagið heitir Morgundagur ehf. en Markaðurinn hefur rekstrarreikning félagsins fyrir árið 2016 undir höndum.
Blaðið greinir frá því að auglýsingatekjur Fréttatímans hafi aukist úr 383 milljónum árið 2015 í rúman hálfan milljarð í fyrra. Útgáfukostnaður Morgundags jókst úr 231 milljón í 369 milljónir og launa- og starfsmannakostnaður fór úr 99,7 milljónum árið 2015 í 223 milljónir 2016.

Það var í nóvember 2015 sem nýir eigendur komu að útgáfu Fréttatímans með Gunnar Smára Egilsson í broddi fylkingar. Mikil óvissa ríkir um framtíð blaðsins eftir að Gunnar Smári sagði skilið við Fréttatímann undir furðulegum kringumstæðum á dögunum og tilkynnti síðan um að hann væri að stofna Sósíalistaflokk Íslands.

Frétt Markaðarins: Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu