fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Pape hótað fyrir leik í fjórða flokki: „Helvítis negri, þegar við sjáum þig fyrir leik þá drepum við þig“

Hefur ítrekað orðið fyrir kynþáttafordómum innan sem utan vallar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pape Mamadou Faye knattspyrnumaður segir að hann hafi orðið fyrir kynþáttafordómum strax á fyrstu knattspyrnuæfingunni sem hann mætti á. Það var af hendi þjálfarans en æfingin var hjá Knattspyrnufélaginu Val. Pape, sem nú spilar með Víkingi Ólafsvík, hefur ítrekað orðið fyrir kynþáttafordómum innan sem utan vallar.

Í viðtali við Fótbolti.net lýsir Pape því hvernig hann hefur orðið fyrir aðkasti og fordómum vegna húðlitar síns í gegnum árin. Sem fyrr segir varð hann strax fyrir kynþáttafordómum á fyrstu æfingu hjá Val, sem varð til þess að hann gat ekki hugsað sér að æfa áfram með félaginu. Hann gekk því til liðs við Fylki og ber félaginu vel söguna. Rasisminn hélt þó áfram. Pape segir að þegar hann var kominn upp í 4. flokk hafi hann farið að finna fyrir kynþáttafordómum hjá andstæðingum, sem og áhorfendum. Þannig lýsir hann því að þjálfari hans og foreldrar liðsfélaga hafi næstum því lent í handalögmálum við foreldra andstæðinga Fylkisliðsins, Fjölnis, vegna þess hvaða orð voru höfð uppi. Þá hafi hann spilað leik á Ísafirði þar sem foreldrar kölluðu hann negra úr áhorfendastúkunni.

„Sama sumar spiluðum við í úrslitakeppninni í 4. flokki. Á leikdegi var ég að taka strætó heim úr skólanum þegar ég fékk símtal úr leyninúmeri frá einhverjum sem virtist vera allavega sjö árum eldri en ég. Ég veit ekki hvort að hann hafi verið að reyna að hræða mig eða reyna að vera fyndinn. Hann hótaði mér og sagði: „Helvítis negri, þegar við sjáum þig fyrir leik þá drepum við þig.“ Ég sagði þjálfaranum frá þessu og hann hringdi í KSÍ. Tveir lögreglubílar mættu á leikinn til að fylgjast með og það róaði mig aðeins þó að þetta hafi auðvitað truflað mig í leiknum. Þarna mættust tvö bestu liðin á landinu. Við höfðum unnið andstæðingana fyrr um sumarið 4-1 en við töpuðum 4-3 í úrslitakeppninni. Þetta símtal hafði klárlega áhrif í leiknum. Það kom hins vegar aldrei í ljós hver það var sem hringdi.“

„Hvað ertu að gera með þessum fokking apa?“

Pape segir að rasismi sé viðvarandi vandamál enn í dag. Hann verði fyrir honum í leikjum og einnig í einkalífinu. „Einu sinni var ég líka á leið heim úr bænum með stelpu sem ég var að hitta þegar maður kom og sagði við hana: „Hvað ertu að gera með þessum fokking apa?“ Þessir aðilar búast ekki við að svarti maðurinn tali íslensku og þeir eru að drulla yfir stelpuna. Þegar þeir fatta að ég tala íslensku þá flýja þeir í burtu. Þetta er ekki bara leiðinlegt fyrir mig heldur líka fyrir stelpuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar