fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fjárdráttur í Bónus til rannsóknar

Verslunarstjóri í Vestmannaeyjum rekinn – Málið á frumstigi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarstjóra Bónus í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp störfum og rannsókn er hafin hjá lögreglu á meintum auðgunarbrotum starfsmannsins hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt heimildum DV er verslunarstjórinn fyrrverandi grunaður um fjárdrátt og var málið kært til lögreglu. Rannsókn málsins er á frumstigi að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, sem staðfesti að lögreglan hafi til rannsóknar meint auðgunarbrot starfsmanns í matvöruverslun.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir í svari við fyrirspurn DV að einstök starfsmannamál séu ekki rædd opinberlega. Hann geti þó staðfest að viðkomandi starfsmanni hafi verið sagt upp störfum.

DV hefur hvorki upplýsingar um hversu háar fjárhæðir er um að ræða í málinu, né hversu lengi hin meintu brot eiga að hafa staðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“