fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Líkir framkvæmdum United Silicon við eiturefnahernað Rússa: „Manngert helvíti“

„Þetta skrímsli hefur hefur sogið fjármagn út úr lífeyrissjóðunum“

Auður Ösp
Mánudaginn 27. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé auðinn hlaðast upp hjá lífeyrissjóðunum en kirkjugarðinn í Keflavík stækka – svona eins og hann getur stækkað, umkringdur ógeðslegum stóriðjudraumórum, martröðum jafnt sem raunverulegri skelfingu,“ segir Guðmundur Brnyjólfsson sem fæddur er og uppalinn á Suðurnesjum.

DV greindi fyrst frá því á föstudaginn að sextán mismunandi krabbameinsvaldandi efni, svokölluð PAH-efni, sjö þungmálmar og brennisteinn berast með svifryki frá kísilmálmverksmiðju United Silicon. Þetta er staðfest í skýrslu Umhverfisstofnunar sem dagsett er þann 13. mars síðastliðinn. Þar kemur fram að niðurstöður á greiningu sýna frá mælistöð United Silicon, sem staðsett er við Hólmbergsbraut, hafi meðal annars sýnt fram á að hið eitraða efni arsen hafi mælst yfir umhverfismörkum.

Samkvæmt svörum frá Umhverfisstofnun geta umrædd eiturefni borist yfir byggð í Reykjanesbæ, meðal annars yfir leikskólann Heiðarsel þar sem tæplega 100 börn eru vistuð. Leikskólinn er í nokkur hundruð metra fjarlægð frá mælistöð United Silicon.

Þá kemur fram í frétt DV fyrr í dag að fulltrúar Umhverfisstofnunar muni fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem mengun frá verksmiðjunni verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þar til fyrirtækið geri úrbætur til að koma í veg fyrir mengun.

Líkir verksmiðjunni við skrímsli

Guðmundur er uppalinn á Vatnsleysströnd en í pistli á facebook vandar hann United Silicon ekki kveðjurnar. Fyrr á árum, þegar bandaríski herinn var á Keflavíkurflugvelli, hafi Keflvíkingum og nærsveitarmönnum staðið ógn af Rússum. United Silicon hefur nú tekið við að sögn Guðmundar:

„Þeir láta eitur standa fram úr pípum og láta því eiga sig fornaldaraðferðir eins og þær sem Rússum voru eignaðar í den; eiturefnahernaður er meira módern. Arsenik, efni sem almenningur hélt að væri bara til í bíómyndum – og Guð hjálpi mér það voru lengi vel tvö bíó í Keflavík – læðist nú yfir byggðina og ofan í kok á leikskólabörnum og öðrum framtíðarstjörnum byggðarlagsins. Því er fylgt eftir með 15 öðrum krabbameinsvaldandi eiturefnum því „það er jú svo misjafnt hvað fólk þolir“ – eins og Arnbjörn læknir sagði við mig þegar ég fékk guluna um árið. Blessuð sé minning hans.

Svo er þarna eitthvað af þungmálmum. Heldur fleiri en finnast í einni kjarnorkusprengju – enda er efnafræðilegur hreinleiki einn helsti styrkur þeirrar vítisvélar. Maður bíður bara eftir fréttum um að eldriborgarar í SunnyKef fá Eiturþöll (lat. Conium maculatum) út á súrmjólkina til að hraða hægðum og dauða. Það væri eftir öðru – kannski getur líka Umhverfisstofnun gefið bæjarbúum inn Striknín; svona til að undirstrika áhyggjur sínar af velferð tilraunadýranna við Stakksfjörð.“

Hann fordæmir jafnframt aðkomu lífeyrissjóðanna að framkvæmdunum. „Þetta skrímsli United Silicon og framkvæmdir á þess vegum hefur sogið fjármagn út úr lífeyrissjóðunum; og ekki síst þeim lífeyrissjóði sem sterkastur er á Suðurnesjum. En kannski er það bara frábær fjárfestingarstefna sjóðanna? – Lífeyrissjóðsréttindi erfast jú ekki, þannig að ef það næst að drepa lífeyrisþega í hópum með „eigin“ fjárfestingum þá hlýtur það að vera besta mál út frá kapítalísku sjónarmiði.“

Þá minnist Guðmundur einnig á sjónmengunina sem fylgi verksmiðjunni. Hún sé allaveruleg.

„Þegar það stóð til að byggja þessa kísilmálmverksmiðju var talað um að sjónmengun væri lítil; þannig var meðal annars fullyrt að sjónmengun frá Vatnsleysuströnd væri óveruleg. Eins og kom fram í upphafi þessa pistils sést vítt frá Vatnsleysuströndinni og nú blasir þetta manngerða helvíti, kíslilmálmverskmiðja United Silicon, ekki bara við frá Ströndinni heldur líka úr Strandarheiðinni og fær mann til þess að sakna hreinleika hermangsins; smæðar þess og hógværðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar