fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ferðamenn sparsamari en áður

Ferðamenn í febrúar voru 47,3% fleiri en í febrúar í fyrra

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 21. mars 2017 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend greiðslukortavelta hér á landi nam 16,8 milljörðum króna í febrúar sem er 27,5% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Ferðamenn í febrúar voru 47,3% fleiri en í febrúar í fyrra. Dregið hefur úr vexti kortaveltu á hvern ferðamann og greinilegt að erlendir ferðamenn fara sparlegar með útgjöld sín en áður var. Auk gengisáhrifa, sem orsaka þessa þróun, hafa orðið verðlagshækkanir í krónum talið á gistingu, veitingaþjónustu og pakkaferðum innanlands.

Þrátt fyrir minnkandi vöxt geta ferðaþjónustuaðilar enn vel við unað því umtalsverð aukning er í erlendri kortaveltu þegar á heildina er litið. Þetta kemur fram í tölulegum gögnum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Ferðamenn draga úr útgjöldum

Meðaltalsaukning erlendrar kortaveltu síðustu tólf mánaða var um 56% og því er 27,5% hækkun í febrúar töluvert undir því meðaltali. Þegar horft er til meðaltals- kortaveltu á hvern erlendan ferðamann minnkaði hún um 13,4% frá febrúar í fyrra.

Dæmi um útgjaldalið þar sem kortavelta dróst saman á hvern ferðamann er verslun. Hver ferðamaður varði í febrúar 25% lægri upphæð til kaupa í fataverslun en fyrir ári síðan. Þar er fyrst og fremst um að ræða íslenskan útivistafatnað. Einu tegundir verslana þar sem aukning var í veltu á hvern erlendan ferðamann voru tollfrjáls verslun og dagvöruverslun.

Ætla má að erlendir ferðamenn færi í auknum mæli kaup sín á mat og drykkjarvöru frá veitingahúsum til verslana með hækkandi verðlagi en forðist kaup í dýrari sérvöruverslunum eins og á íslenskum útivistarfatnaði.

Innlend verðhækkun á gistingu og veitingahúsum

Minnkandi kortaveltu á hvern erlendan ferðamann má að mestu rekja til styrkingar íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Auk gengisþróunar var verð á gistingu 9,5% hærra, í íslenskum krónum, í febrúar miðað við sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.

Samkvæmt sömu mælingu hækkaði verð á innlendum pakkaferðum um 12,8% á milli ára og verð á veitingahúsum hækkaði um 4,6%. Verð á flugfargjöldum fer hins vegar lækkandi og sem dæmi lækkaði verð á innanlandsflugi um 10,6%.

Heildarvelta útlendinga áfram uppávið

Þrátt fyrir að dregið hafi úr vexti á erlendri kortaveltu hér á landi miðað við þann mikla vöxt sem verið hefur síðustu misseri og hver ferðamaður eyði minna en áður var, geta ferðaþjónustuaðilar vel við unað því fjölgun ferðamanna vegur upp hin óhagstæðu áhrif gengis og verðlags.

Ferðamenn greiddu í heildina með kortum sínum í febrúar liðlega þrjá milljarða kr. fyrir gistingu sem er um 36% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Þá nam erlend kortavelta í ýmsa ferðaþjónustu, sem aðallega eru innlendir ferðaskipuleggjendur, 2,8 milljörðum en það er 24% hækkun frá febrúar í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar