Helmingur framhaldsskólanema hefur reykt rafsígarettu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Um það bil helmingur framhaldsskólanema, hefur prófað rafsígarettur. Þar af 52 prósent stráka og 45 prósent stelpur. 12 prósent stráka reykja rafsígarettur daglega og 6 prósent stúlkna.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er fjallað um ávarp Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, á málþingi um tóbaksvarnir.

„Þótt stórlega hafi dregið úr reykingum hér á landi, líkt og víðast á Vesturlöndum í áranna rás, taka þær þó enn mikinn toll þegar við horfum til lífs og heilsu fólks og þær leggja á samfélagið ýmsar byrðar og þá einkum á heilbrigðiskerfið,“ sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra í setningaræðu sinni á málþinginu sem fór fram í Hörpu í síðstu viku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.