fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sævar Freyr lætur af störfum sem forstjóri 365 – Ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar

Kaup Fjarskipta á 365 miðlum gengu í gegn í dag

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 14. mars 2017 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í morgun þá hafa kaup Fjarskiptum á öllum eignum og rekstri 365 miðla gengið í gegn. Hinar keyptu eignir eru meðal annars fjarskipta-, sjónvarps- og útvarpsrekstur 365 miðla auk vefmiðilsins Vísis en rekstur og útgáfa Fréttablaðsins er undanskilin í kaupunum. Kaupverð er á bilinu 3.125-3.275 milljónir króna og mun endanlegt kaupverð ráðast af rekstrarárangri hins keypta fram að afhendingu.

Samkvæmt heimildum DV mun Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla, láta af störfum þegar í stað. Mun Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, taka við keflinu þar til kaupin verða samþykkt af Samkeppniseftirlitinu.

Þá hefur einnig verið staðfest að Sævar Freyr muni taka við bæjarstjórastarfi Akraneskaupstaðar en þann 3.mars síðastliðinn lét Regína Ásvaldsdóttir af því starfi.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þá var ráðning Sævars Freys samþykkt samhljóða á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 28.febrúar síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv