fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tveir ölvaðir menn handteknir: Grunaðir um að skemma bifreið og brjóta rúður í skóla

Verkefni lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 07:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo ölvaða menn í Breiðholti á tíunda tímanum í gærkvöldi, en mennirnir eru grunaðir um eignaspjöll. Að sögn lögreglu eru mennirnir grunaðir um að brjóta rúður í skóla og skemma bifreið. Þeir voru handteknir vegna rannsóknar málsins.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í hótelbyggingu við Lækjargötu, en eldurinn var sagður á 3. hæð. Slökkvilið var sent á vettvang en eldurinn reyndist minniháttar.

Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eftir nóttina. Annar var stöðvaður í Hafnarfirði upp úr miðnætti en hinn á Snorrabraut rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þá stöðvaði lögregla ökumann á Reykjanesbraut við Hnoðraholt en bifreiðin var með röng skráningarmerki og ótryggð. Ökumaðurinn var auk þess ekki með ökuréttindi eftir að hafa verið sviptur áður.

Loks var tilkynnt um innbrot í blokkaríbúð í Breiðholti rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en verið var að standsetja íbúðina. Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar