fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Múslima frá Wales vísað frá borði í Leifsstöð

Auður Ösp
Mánudaginn 20. febrúar 2017 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Múslimskum karlmanni frá Wales var neitað um inngöngu í Bandaríkin þann 16.febrúar síðastliðinn en honum var vísað frá borði á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn starfar sem kennari í heimalandi sínu og var á ferðalagi vestur um haf með nemendum sínum þegar vélin millilenti á Íslandi. RÚV greinir fyrst frá og vitnar í velska miðilinn Wales Online.

Lögbann á umdeilda tilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta var staðfest af áfrýjunardómstóli í Bandaríkjunum þann 9.febrúar síðastliðinn en tilskipuninni var ætlað að meina borgurum tiltekinna múslímaríkja að ferðast til Bandaríkjanna.

Fram kemur í frétt Wales Online að þrátt fyrir að lögbannið hafi verið sett viku fyrir atvikið þá hafi bandarísk stjórnvöld engu að síður neitað manninum um inngöngu í landið. Vísuðu öryggisverðir honum frá borði í Keflavík.

Maðurinn er kennari við skóla í þorpinu Aberdulais. Sveitarstjórnin í Neath Port Talbot hefur nú sent bandaríska sendiráðinu í Lundúnum bréf þar sem framkoma bandarískra yfirvalda er harðlega gagnrýnd, en fram kemur að en engar fullnægjandi skýringar hafi verið gefnar á brottvísun mannsins og þá hafi honum verið neitað um aðgang þegar hann leitaði til bandaríska sendiráðsins í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv