fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Spyr hvort þetta sé í lagi: „Ég elska að borða, en bara ef karlmaður eldar.“ – Segir knattspyrnuáhugamenn ástunda misrétti

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 18. febrúar 2017 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska vísindi, en bara ef vísindalegar staðreyndir eru settar fram af körlum. Ég elska leikhús, en bara þegar karlar leika. Ég horfi á sjónvarpsfréttir, en bara ef karlmaður les þær. Ég elska að borða, en bara ef karlmaður eldar. Væri þetta í lagi?“

Ég elska að borða, en bara ef karlmaður eldar.

Þetta segir Eyrún Magnúsdóttir ritstjóri sunnudagsblaðs Morgunblaðsins í pistli í blaðinu sem kom út í dag. Segir hún fótboltaunnendur ástunda misrétti og Íslendingar verði að horfast í augu við það. Áhuginn sé ekki á leiknum sem slíkum, heldur á körlunum sem spila fótbolta.

„Það er full ástæða til að horfast í augu við þetta og líta á þessa sérstöku tilhneigingu sem ákveðið vandamál sem þarfnast lausnar. Sem fótboltaþjóð þurfum við kannski bara að fara í gegnum einhvers konar endurmenntun þar sem við lærum að elska leikinn fótbolta,“ segir Eyrún.

Fáir mæta á leiki kvennalandsliðsins
Stúkan oftast tóm Fáir mæta á leiki kvennalandsliðsins

Mynd: Mynd DV

„Við erum búin að taka á sams konar vanda víða annars staðar í þjóðfélaginu en nú er komið að fótboltavellinum. Förum að einbeita okkur að leiknum frekar en kyni þess sem leikur.“

Ekki eru allir sáttir við þessi skrif. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir pistilinn birtingarmynd um hvert íslenskt samfélag stefnir.

„Pistlahöfundur kemst að því að fótbolti sé bara fótbolti og engu skipti hverjir spila á vellinum og alls ekki hvers kyns spilararnir eru. Geri engar athugasemdir við þá skoðun. En pistlahöfundurinn telur rétt að senda fótboltaáhugamenn í endurmenntun þar sem þeir horfi frekar á karla spila en konur.“

Verða að vera karlkyns

Hvernig er hægt að segjast hafa áhuga á fótbolta en hafa svo bara áhuga ef hann er spilaður af körlum?

Eyrún bendir á að ýmsar fórnir séu færðar fyrir knattspyrnu, dagskrá hliðrað í sjónvarpi og aðdáendur ferðist á milli landa ef landsliðið sé að spila. Það sé þó aðeins eit skilyrði fyrir þessum áhuga:

„Leikmenn verða að vera karlkyns! Þetta er satt. Svona er þetta. Fáir sem segjast elska fótbolta myndu þó viðurkenna að setja þetta furðulega skilyrði fyrir áhuga sínum. Segjast fyrst og fremst hafa ástríðu fyrir sjálfum leiknum. Segjast elska fótbolta.

En ef það er leikurinn fótbolti sem fólk elskar ætti auðvitað ekki að skipta neinu hvers kyns leikmennirnir eru. En samt er fótboltaáhugi ekki kynjablindur. Þetta er í raun furðulegt fyrirbæri,“ segir Eyrún og hvetur Íslendinga til að styðja við bakið á íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í sumar.

„Hvernig er hægt að segjast hafa áhuga á fótbolta en hafa svo í raun bara áhuga ef hann er spilaður af körlum?“

Brynjar ósáttur

Ólíklegt verður að teljast að sami fjöldi komi og horfi á stelpurnar okkar á Evrópumótinu í sumar
Íslenskir stuðningsmenn í Frakklandi Ólíklegt verður að teljast að sami fjöldi komi og horfi á stelpurnar okkar á Evrópumótinu í sumar

Mynd: EPA

Brynjar Níelsson er eins og áður segir ekki hrifinn af skrifum Eyrúnar og kennir þau við öfga femínisma og gefur í skin að málflutningur sem þessi sé hættulegri en það sem Donald Trump stendur fyrir.

„Ég spáði því fyrir mörgum árum að ég yrði fyrsti maðurinn sem fengi frítt fæði og húsnæði í feminíska Gulaginu.“

Segir Brynjar að hann verði ekki einn í skála.

„Kannski ætlar frjálslynda og umburðarlynda fólkið að flytja inn kínversku menningarbyltinguna með húð og hári. Svo halda allir að Trump sé hin fasíska ógn sem steðjar að heiminum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar