Hallbjörn nauðgaði og sleppur við fangelsi en barnabarninu stungið í steininn

Barnabarn og þolandi: „Ég sé hann stundum út á götu“ Dæmdur í þriggja ára fangelsi – 12 karlmenn sloppið við að sitja inni fyrir alvarleg brot frá árinu 2000 - Gengur laus í Kántríbæ

Hallbjörn Hjartarson er á leið í fangelsi. Þannig hljóðaði fyrirsögn í DV þann 5. febrúar árið 2015. Hæstiréttur hafði þá staðfest þriggja ára dóm yfir kántríkónginum. Hallbjörn misnotaði með grófum hætti að minnsta kosti tvo drengi. Annar þeirra var barnabarn hans. Barnabarnið þurfti að sitja í fangelsi fyrir að hafa beitt afa sinn ofbeldi eitt örlagaríkt kvöld þegar minningarnar hvolfdust yfir hann af fullum þunga, en afinn sem sakaður var um margra ára kynferðisofbeldi slapp við að sitja á bak við lás og slá. Fyrirsögnin frá því í febrúar 2015 er því einfaldlega röng.

Hallbjörn kyssti annan drenginn tungukossum, káfaði á kynfærum hans, nauðgaði honum með munninum og neyddi hann til að fróa sér. Fyrir dómi sagði barnabarn Hallbjarnar að misnotkunin hefði hafist þegar hann var sjö ára. Fyrir þetta var Hallbjörn dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hallbjörn mun þó aldrei sitja inni. Hann gengur laus á Skagaströnd. Sökum aldurs mun Hallbjörn ekki fara í fangelsi. Hans refsing er tekin út á hjúkrunarheimili.

Níðingur bjargar mannslífi

Hallbjörn fæddist í júní 1935 og ólst upp á Skagaströnd þar sem hann hefur búið mestan hluta ævi sinnar. Áður en Hallbjörn sló í gegn sem söngvari starfaði hann við fiskvinnslustörf, byggingarvinnu og var í um 10 ár verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga.

Hallbjörn kemur tæplega þúsund sinnum fyrir á timarit.is. Fyrsta frétt er frá árinu 1954 í Morgunblaðinu. Þar er að finna auglýsingu um tónleika í Breiðfirðingabúð. „Nýr dægurlagasöngvari kynntur, Hallbjörn Hjartarson.“ Þremur árum síðar kemur fram í Vísi að Hallbjörn og Arný Hentxe hafi opinberað trúlofun sína á Skagaströnd.

Á árunum 1960 til 1969 kemur Hallbjörn tvisvar fyrir í blöðum landsmanna. Þann 12. október 1967 greinir Þjóðviljinn frá því að Hallbjörn hafi bjargað lífi barns. Fjögur börn á aldrinum fjögurra til sex ára höfðu farið á fleka í höfninni á Skagaströnd og rak þau út höfnina. Tveir sextán ára piltar réru á árabát að flekanum sem þá var sokkinn og öll börnin komin í sjóinn. Var eitt barnið meðvitundarlaust en hin þrjú rænulítil. Hallbjörn tók á móti árabátnum og tókst að blása lífi í barnið. Öll börnin lifðu af.

Hallbjörn heiðraður

Á árunum 1970 til 1979 er fjallað 13 sinnum um Hallbjörn í fjölmiðlum. 1973 segir Þjóðviljinn frá skemmtun á Húsbændavöku þar sem Hallbjörn sló í gegn með gamanvísum og söng. Hallbjörn tók þátt í uppsetningum Leikklúbbs Skagastrandar og fór með aðalhlutverk í Hart í bak árið 1979. Þremur árum áður skrifaði Hallbjörn grein í Dagblaðið þar sem hann sagði að bandaríski herinn ætti að hypja sig úr landinu ef hann myndi ekki verja Ísland í Þorskastríðinu. Árið 2012 átti sendiráð Bandaríkjanna eftir að heiðra Hallbjörn fyrir framlag hans til kántrítónlistar á Íslandi.

Þetta er aðeins brot úr grein þar sem ítarlega er fjallað um ris og fall og brot Hallbjörns sem aldrei mun sitja inni. Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.