fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sextán ára piltur beit strætóbílstjóra í hausinn í Reykjanesbæ: „Alltaf vandamál með þessa stráka“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 6. desember 2017 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er alltaf vandamál með þessa stráka. Þeir eru bara að hanga í bílnum, borða og drekka. Einn þeirra skildi svo orkudrykk eftir í strætónum og ég fór með drykkinn til hans og bað hann að taka hann. Þá beit hann mig í höfuðið.“

Svo lýsir strætóbílstjóri í Reykjanesbæ upplifun sinn af árás sextán ára pilts í gær í samtali við Víkurfréttir. Lögregla lýsir eftir vitnum af árásinni. Athygli vekur að margir urðu vitni af þessu en einungis tveir komu bílstjóranum til varnar, tveir erlendir karlmenn.

Bílstjórinn segist vera hræddur við að mæta á ný til vinnu en hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðstjóri Umhverfissviðs, segir í samtali við Víkurfréttir að nú sé mælirinn fullur. Unglingar hangi allan liðlangan daginn í strætó með tilheyrandi ónæði og skemmdarverkum. „Nú þegar farið er að ráðast á bílstjóra líka er mælirinn fullur. Á þessu þarf að taka og það verður gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar