Fréttir

Akureysk kona dæmd fyrir að henda blómapotti í fyrrverandi sambýlismann

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 13:20

Akureysk kona hefur verið dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins á Akureyri þann 29. maí síðastliðinn.

Samkvæmt dómi veitist konan að sambýlismanninum og henti að honum ilmvatnsglasi og blómapotti úr leir. Því næst sló hún hann ítrekað og klóraði, áður en hann náði að yfirbuga hana. Afleiðingar árásar hennar var að maðurinn hlaut klórför í kringum háls, á bringu og niður að lífbeini, á handleggjum og yfir olnbogum, á fótum og á mjöðm, eymsli í hnjám og baki, og kúlu yfir úlnlið.

Konan var jafnframt ákærð fyrir að hafa brotist inn til hans en fallið var frá þeim hluta sakaratriða. Dómari taldi 45 daga skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu þar sem konan viðurkenndi sök og vegna „tiltekinna einkalífsvandkvæða hennar“, líkt og það er orðað í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FókusFréttir
Í gær

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér
Í gær

Hvar eru konurnar?

Hvar eru konurnar?
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum