fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Dularfullt morðmál skekur New York – Óhugnanleg líkindi með þriggja ára gömlu morðmáli – „Það versta sem við höfum upplifað“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. desember 2017 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annan dag jóla fundust lík tveggja kvenna og tveggja barna í kjallara húss í Troy í New York. Konurnar voru 36 og 22 ára og börnin voru 11 ára drengur og 5 ára stúlka. Konurnar voru sambýliskonur og önnur þeirra átti bæði börnin.

James Tedesco, lögreglustjóri, skýrði frá þessu á blaðamannafundi að sögn Timesunion og fleiri bandarískra fjölmiðla. Lögreglan hefur ekki skýrt frá því hvernig fólkið var myrt eða hvenær það var myrt.

„Þetta er það versta sem við höfum upplifað. Aðeins villimaður gerir eitthvað eins og þetta. Enginn sem kemur að þessu máli mun gleyma því.“

Sagði lögreglustjórinn á fundinum. Hann sagði að vísbendingar á vettvangi bendi til að ekki hafi verið um tilviljanakennd morð að ræða. Lögreglan hefur engan sérstakan grunaðan um morðin á þessari stundu en hefur biðlað til almennings um upplýsingar.

Það var leigusalinn sem fann líkin og gerði lögreglunni viðvart. Hann fór til að kanna með fólkið eftir að ættingjar þess höfðu sett sig í samband við hann en þeir höfðu ekki náð sambandi við fórnarlömbin.

Bandarískir fjölmiðlar segja að málið líkist morðmáli frá 2014 en þá var fjögurra manna fjölskylda myrt í aðeins 16 km fjarlægð frá morðvettvanginum í Troy. Það var í október það ár sem Jin Feng Chen, 39 ára, og Hai Yan Li, 38, fundust látin ásamt tveimur sonum þeirra, 10 og 7 ára. Fjölskyldan hafði verið myrt á hrottalegan hátt. Málið er enn óupplýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar