fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Áramótaheit til góðs

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2017 10:47

Á áramótum líta margir um öxl, kryfja liðið ár, íhuga hvað þeir hefðu getað gert betur og strengja síðan áramótaheit. Þetta er góður siður einstaklinga sem vilja sýna þroskamerki og gera betur á nýju ári en gert var á því gamla. Við skulum vona að ráðamenn þjóðarinnar séu í þessum fjölmenna hópi. Þeir hafa völd og áhrif og bera jafnframt mikla ábyrgð og hefðu rækilega gott af að fara í vandlega sjálfskoðun um áramót. Þannig ætti hin splunkunýja ríkisstjórn landsins að strengja þess heit að vanda sig og ganga ekki erinda valdamikilla sérhagsmunahópa heldur huga að hagsmunum almennings. Hver og einn ráðherra ætti síðan að heita sjálfum sér því að haga verkum sínum á þann hátt að ekki verði hægt að saka hann um að hafa gengið fram af offorsi og þverbrotið reglur. Sem dæmi má nefna að það geta ekki talist meðmæli með ráðherra að hafa á ferilskránni að hafa verið stefnt fyrir dóm fyrir augljós embættisafglöp og sitja svo uppi með það að hafa tapað málinu. Ráðherrar þurfa að muna að þeir geta ekki hagað sér eins og einræðisherrar, þótt þá langi óskaplega mikið til þess. Hafi þeir þetta í huga verður samfélag okkar betra.

Fleiri ættu að íhuga gjörðir sínar. Þar á meðal þeir einstaklingar sem vita upp á sig skömmina í sambandi við kynferðisafbrot og áreiti. Kannski sjá þeir sjálfir ekkert athugavert við gjörðir sínar en umræða síðustu mánaða ætti þó að hafa leitt til þess að þeir vita að umhverfið er ekki á sama máli. Það eru meðmæli með samfélagi þegar fólk rís upp og lýsir því yfir að kynferðislegt áreiti verði ekki þolað. Um áramót ættu þeir sem hafa gerst sekir um slíkt áreiti að heita sjálfum sér því að koma framvegis fram af kurteisi og tillitssemi við aðra. Iðrun sakar heldur aldrei.

Nettröllin alræmdu ættu síðan að leggjast í sjálfskoðun um áramót og spyrja sig þeirrar sjálfsögðu spurningar hvort þau myndu virkilega vilja fá yfir sig þann óhroða sem þau skrifa um aðra á netinu. Svarið er alveg örugglega nei. Þetta sama fólk ætti að spyrja sig að því hvaðan hún er sprottin, þessi óskaplega reiði sem virðist búa innra með því, og hvort það geti ekki á einhvern hátt sefað hana. Það tekur á að vakna í reiði, lifa í reiði allan daginn og sofna í reiði. Hvar er gleðin, kátínan og kurteisin? Nettröllin ættu að skipta um ham og heita því að láta af hinum ljóta munnsöfnuði sínum og gera samfélag okkar þannig betra.

Gleðilegt nýtt ár, kæru landsmenn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu

Innbrot í Hafnarfirði og ökumenn í vímu víða á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“

Atli Rafn vill 13 milljónir frá Kristínu – „Það eina rétta í stöðunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“

Guðmundur segir „myrkraöfl“ að verki: „Sérstaklega ömurleg aðför að ungu fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga