fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ránið sem aldrei var upplýst

Tíu milljóna dala verðlaunafé rennur úr gildi um áramótin

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer hver að verða síðastur að koma fram með upplýsingar varðandi umfangsmikið listaverkarán sem framið var í Boston í Bandaríkjunum árið 1990.

Þegar klukkan slær tólf á miðnætti á gamlárskvöld rennur tíu milljóna dala verðlaunafé, handa hverjum þeim sem kemur með upplýsingar um ræningjanna, úr gildi. Verðlaunaféð mun lækkað niður í fimm milljónir dala árið 2018.

Snemma morguns þann 18. mars árið 1990 komust tveir þjófar, dulbúnir sem lögregluþjónar, inn í Steward Gardner-listasafnið í Boston. Með því að dulbúast sem lögregluþjónar tókst mönnunum að plata öryggisverði listasafnsins. Í ráninu var alls þrettán listaverkum stolið en verðmæti þeirra var talið nema 500 milljónum Bandaríkjadala.

Meðal þeirra verka sem stolið var voru verk eftir Vermeer, Rembrandt og Manet. Málið er enn óleyst og ekkert þeirra verka sem stolið var hefur komið í leitirnar. Málið er þó enn í rannsókn, ef svo má segja, en sumarið 2015 sagði bandaríska alríkislögreglan, FBI, að tveir menn, sem FBI bendlaði við málið, væru látnir.

Markmið lögreglu er því að finna þau verk sem ræningjarnir stálu frekar en að draga þá til ábyrgðar. Ránið í Gardner-safninu er eitt stærsta listaverkarán sögunnar en ekki alls fyrir löngu ákváðu forsvarsmenn safnsins að hækka verðlaunaféð í 10 milljónir dala til að vekja athygli á málinu. Nokkrar ábendingar hafa borist, til dæmis varðandi það hvert verkin fóru eftir ránið. Enginn veit hins vegar hvar þau eru niðurkomin í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar