fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Samfylkingin klofin: „Kærar þakkir fyrir farsælt samstarf, Guðmundur Andri“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. desember 2017 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þingflokkur Samfylkingarinnar er klofinn eftir aðeins 55 daga farsælt samstarf,” skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sína og kennir hann nýbökuðum þingmanni flokksins, Guðmundi Andra Thorssyni um klofninginn.

Samkvæmt Loga er það tónlistarlegur ágreiningur sem hefur klofið flokkinn, nánar tiltekið eftirfarandi stöðufærsla Guðmundar Andra Thorssonar í gær:

Það getur reynt á geðprýði manns að vera í Hagkaupi að leita að möndludropum meðan dynur á manni hin átakanlega útgáfa Bruce Springsteen á laginu Santa Claus is coming to town. Hann syngur þetta eins og klipinn glóandi töngum og þráspurður um hernaðarleyndarmál en harðneitar að segja neitt nema þetta – Jólasveinninn er að koma í bæinn! – aftur og aftur, tímunum saman. Mætti ég biðja Hagkaup um að spila bara frekar jólaplötuna frá SG, þessa með Ellý og Vilhjálmi að syngja lagið hans Jóns bassa um Jólin jólin alls staðar?

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Loga misbýður mjög þessi yfirlýsing flokksfélaga síns og skrifar:

Guðmundur Andri lýsti því yfir á Facebook að þrátt fyrir sextíu ára starf hafi rokkið ekki getið af sér lag sem fangar anda jólanna.
Því er ég ósammála. Rokkið gat af sér fjölda tónlistarmanna sem hafa vissulega haldið í ólíkar áttir en eru afsprengi þess og auðvitað annarra strauma líka.
Jólin snúast í mínum huga lítið um bjöllur, skraut og svona Rokkokkó dót. Meira um samkennd, samveru og frið.
Margir rokkarar og nágrannar þeirra hafa fært okkur ótal perlur sem fanga einmitt þetta og minna okkur á að það hafa ekki allir það jafn gott. Þær tendra a.m.k. minn jólaanda.
Eftirfarandi lög eru ómissandi hluti af mínu jólahaldi.
Steve Wonder, One little christmas tree.
Tom Waits, Christmas card from a hooker in Minneapolis.
Kinks, Father Christmas.
Iggy Pop, White Christmas.
Snoop Dogg, Santa Claus goes straight to the ghetto.
John Prine, Christmas in prison.
Nick Lowe, Christmas at the airport.
Kærar þakkir fyrir farsælt samstarf Guðmundur Andri.

Logi endar færslu sína á því að deila myndbandinu hér að neðan með jólalagi Tom Waits

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=mxVo5mjK4eg&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar