fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segir Donald Trump ekki hæfan til að þrífa salerni Barack Obama

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegum leiðara bandaríska dagblaðsins USA Today er ekki skafið utan af hlutunum hvað varðar Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leiðarahöfundur segir að svo virðist sem Trump nái aldrei botninum og takist alltaf að komast neðar. Leiðarahöfundur segir Trump algjörlega óhæfan til allra verka, hann sé ekki einu sinni hæfur til að þrífa salernið á forsetabókasafni Barack Obama.

Þessi þungu orð koma í kjölfar færslu frá Trump á Twitter á þriðjudaginn þar sem hann réðst á Kirsten Gillibrand, öldungardeildarþingmann demókrata, af mikilli hörku. Hann sagði hana vera léttvægan stjórnmálamann, strengjabrúðu leiðtoga demókrataflokksins og sakar hana um að hafa leitað til hans fyrir ekki svo löngu um styrki til kosningabaráttu hennar og að hún ”hafi verið reiðubúin til að gera hvað sem er til að fá styrk”.

Þetta skildu margir sem svo að Gillibrand hefði verið tilbúin til að stunda kynlíf með Trump gegn því að fá styrk. Skrif Trump voru viðbrögð hans við hvatningu Gillibrand frá því á mánudaginn um að hann léti af embætti vegna fjölmargra ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni en margar konur hafa sakað Trump um þetta.

Leiðarahöfundur USA Today segir að það að forseti sökkvi svo djúpt að gefa slíkt í skyn um bandarískan öldungadeildarþingmann sýni að hann sé óhæfur til að gegna embættinu.

„Botninn stoppar ekki forseta sem er þekktur fyrir að finna sífellt nýjar lægðir. Sarah Sanders, talskona Hvíta hússins, sagði að árás forsetans hafi verið misskilin því hann hafi notað svipað orðalag um karla. Að sjálfsögðu eru mismunandi orð notuð um karla og konur. Þegar frambjóðandinn Trump sagði að fréttakonu blæddi frá „hvar sem er“ átti hann ekki við nef hennar.“

Og áfram heldur leiðarahöfundur:

„Eins og með starfrænum ögrunum Trump þá höfðu orð forsetans markmið. Hann hellir bensíni á kynferðislega umræðu og það hlakkar í honum yfir að honum takist að kveikja elda í landi sem er í óvissu í framhaldi af #MeToo-hreyfingunni.“

„Forseti sem er svo gott sem reiðubúinn til að kalla Kirsten Gillebrand, öldungardeildarþingkonu, hóru er ekki hæfur til að þrífa salernið á forsetabókasafni Barack Obama eða þrífa skó George W. Bush.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv