fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Haraldur Breki 9 ára með varanlega sjónskerðingu vegna leikjalasers

Auður Ösp
Mánudaginn 11. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu hættulegt þetta er,“ segir Hildur Árnadóttir móðir níu ára drengs sem hlaut skemmd á augnbotni og varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hann beindi þangað leikjalaser. Mæðginin vilja vara aðra við þessu leikfangi.

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en Hildur hafði áður greint frá málinu í færslu á facebooksíðu sinni sem fengið hefur mikil viðbrögð.

„Þessi yndishnoðri er búinn að vera í skoðun hjá augnlæknum undanfarna daga vegna þess að í athugun hjá skóla hjúkrunarfræðingnum kom í ljós að sjónin á öðru auga er mjög lítil. Útkoman var sláandi vægast sagt. Hann er með 30 prósent sjón á hægra auga vegna skemmdar á augnbotni. Skemmdin er komin til vegna þess að hann beindi laser í augun á sér. Svona leikjalaser sem margir krakkar eiga held ég og hann leik sér með heima hjá vini sínum,“ ritaði Hildur í færslunni og bætti við að þetta hefði komið þeim algjörlega í opna skjöldu.

Haraldur Breki Davíðsson, 10 ára.
Haraldur Breki Davíðsson, 10 ára.

„Við viljum vekja athygli á þessu og biðja foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að þetta tæki er stórhættulegt. Ég spurði Halla hvort ég mætti tala um þetta og vara aðra við. Hann sagði : já endilega ég vil ekki að þetta komi fyrir neinn annan í heiminum. Núna erum við að æfa okkur í því að horfa á björtu hliðarnar – hann er til dæmis með fulla sjón á vinstra auga og sjónin ætti ekki að versna meira á hægra auga. Svo er spurning hvort við skellum honum ekki bara í píanónám og eignumst okkar eigin litla Stevie Wonder.“

Í samtali við Stöð 2 sagði Hildur að það hefði verið sláandi að sjá myndir af auga Haraldar eftir að hann beindi þangað lasernum. „Það var bara eins og skot oní. Eins og eftir byssukúlu eða eitthvað.“

Þá brýndi Haraldur Breki fyrir öðrum börnum að sleppa því að leika sér með leikjalaser.

„Bara sleppa því svo að þeir lendi ekki í því sama og kom fyrir mig. Annars verður bara líf þeirra leiðinlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar