fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eiríkur komst við: Fær ókeypis lögfræðiþjónustu hjá Sveini Andra

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 11. desember 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur hefur tekið að sér að sækja skaðabætur til fyrirtækisins 1984 fyrir Eirík Jónsson. Eiríkur á og rekur síðuna eirikurjonsson.is, en þar flytur Eiríkur fréttir héðan og þaðan úr þjóðlífinu. Frá þessu greinir Eiríkur sjálfur.

Síða Eiríks hvarf í kerfishruninu mikla hjá 1984 um miðjan síðasta mánuð. Neyddist Eiríkur til að láta hanna nýjan vef. Í frétt Eiríks segir að Mörður Ingólfsson framkvæmdastjóri 1984 hafi greint frá því að engar tryggingar væru til staðar og mætti líkja hruninu við náttúruhamfarir. Mörður Ingólfsson þessi er vel þekktur í samfélagi Pírata en það vakti athygli þegar hann fékk þingmennina Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson til að reyna að bjarga gögnum. Sveinn Andri segir um málið:

„Þetta eru ekki náttúruhamfarir. Þetta er tækjabilun.“

Segir Eiríkur að skaði hans af hruninu sé nokkur hundruð þúsund króna. Sveinn Andri tekur það að sér ókeypis að sækja skaðabætur fyrir Eirík. Ástæðan fyrir gjafmildi Sveins er að Eiríkur varð á dögunum fimm þúsundasti viðskiptavinur lögmannsstofu Sveins Andra. Af því tilefni fær Eiríkur ókeypis aðstoð til að reyna sækja skaðabætur til 1984.

Sveinn Andri sagði:

„Vissulega eru þessi verkefni ekki öll jafn skemmtileg en sem betur fer eru þau fjölbreytileg. Fjölbreytnin er líka forsenda þess að hafa gaman í vinnunni. Það er síðan bónus að fá eitthvað borgað. Sem er sjaldnast.

Í tilefni þessara merku tímamóta fékk sá viðskiptavinur sem átti verkefni númer 5.000 ókeypis lögfræðisþjónustu. Viðkomandi komst við þegar hann frétti af því hversu stálheppinn hann væri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar