Macron heitir því að gera frönsku að aðaltungumáli heimsins

Emmanuel Macron forseti Frakklands hefur heitið því að gera frönsku að því tungumáli sem flestir tala. Hét hann því í ræðu sem hann hélt í skóla í Búrkína Fasó að franska yrði aðaltungumál Afríku og heimsins alls. Macron er nú í opinberu ferðalagi um vesturhluta Afríku til að styrkja tengslin við fyrrum nýlendur Frakklands.

Hann hét því að franska tungumálið „yrði ekki aðeins minnisvarði um nýlendutímabilið“ og bætti við: „Þetta er ekki bara menning sem þarf að varðveita. Þetta er framtíðin. Ljómi frönskunnar á ekki aðeins heima í Frakklandi.“

Verkefnið verður erfitt fyrir Macron. Í dag tala rúmlega 229 milljónir frönsku, er það tíunda mest talaða tungumál í heiminum. Mandarín-kínverska er heimsins vinsælasta tungumál en 1,09 milljarður manna kann tungumálið. Enska kemur fast á hælana með 983 milljónir manna um heim allan, enska er vinsælasta tungumálið til að læra samhliða móðurmáli en 611 milljónir hafa ensku sem annað tungumál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.