fbpx
Fréttir

Þórlindur hvetur Bjarta framtíð til að kveðja með stæl og breyta þessu í eitt skipti fyrir öll

Björt framtíð gæti komið til leiðar meiri og jákvæðari breytingum á lífi þorra þjóðarinnar en flestir aðrir fylgismeiri og langlífari stjórnmálaflokkar, segir Þórlindur

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 3. nóvember 2017 10:19

„Ef vísindin hafa á réttu standa gæti Björt framtíð þannig komið til leiðar meiri og jákvæðari breytingum á daglegu lífi þorra þjóðarinnar en flestir aðrir fylgismeiri og langlífari stjórnmálaflokkar,“ segir Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur Fréttablaðsins, í grein í blaðinu í dag.

Fórnum mikilli morgunbirtu

Í greininni, sem ber yfirskriftina Úlfatíminn og líkamsklukkan, fjallar Þórlindur um breytingar á klukkunni. Á undanförnum árum hefur þessi umræða reglulega skotið upp kollinum og snýr hún þá einkum að því að of mikið skammdegi sé hér á veturna.

„Hér á Íslandi er klukkan stillt þannig að við fórnum mikilli morgunbirtu. Í Reykjavík hættir til að mynda að vera bjart klukkan átta að morgni þann 25. október. Niðamyrkur morgnanna er svo viðvarandi til 25. febrúar. Í 123 daga á ári fara flestir Íslendingar því af stað til vinnu og skóla í kolniðamyrkri og eru löngu komnir á fætur þegar loks fer að birta af degi. Þetta setur líkamsklukkuna úr skorðum og leiðir meðal annars til þess að fólk er að jafnaði ekki tilbúið til að fara að sofa á þeim tíma sem skynsamlegast væri,“ segir Þórlindur.

Úr 123 myrkum dögum í 57?

Þórlindur, sem meðal annars hefur starfað sem blaðamaður og tekið þátt í pólitísku starfi innan Sjálfstæðisflokksins, segir að þessir myrku morgnar séu ekki óhjákvæmilegir. Pólitískar ákvarðanir breyti engu um gang himintunglanna en staðreyndin sé sú að það sé pólitísk ákvörðun að stilla klukkuna á Íslandi úr takti við sólarhringinn. Afleiðingarnar séu þær að Íslendingar upplifa talsvert fleiri myrkra morgna yfir veturinn en íbúar annarra svæða á svipaðri breiddargráðu.

„Ef klukkan hér væri rétt stillt þá væru myrkir morgnar í Reykjavík ekki nema 57 talsins (frá 29. nóvember til 24. janúar) og ef klukkunni væri seinkað um tvær klukkustundir væri það ekki nema í 17 daga á ári sem ekki yrði orðið bjart klukkan átta að morgni (frá 18. des til 4. jan),“ segir Þórlindur sem hvetur Óttarr Proppé til að kveðja með stæl, ef svo má segja.

„Björt framtíð vakti fyrir nokkrum árum mikla athygli með tillögu sinni um að seinka klukkunni á Íslandi. Sterkustu rökin fyrir þessari lagfæringu eru hin margvíslegu lýðheilsusjónarmið sem virðast stöðugt meira sannfærandi. Nú þegar styttist í annan endann hjá sitjandi starfsstjórn færi vel á því að fráfarandi heilbrigðisráðherra gerði það að einu af sínum síðustu verkum að setja á fót nefnd sérfræðinga í svefnrannsóknum og lýðheilsu til þess að taka afstöðu til þess hvort í því kunni að felast vellíðunarbót fyrir Íslendinga að stilla klukkuna okkar, og hversdagstaktinn, betur í samræmi við gang sólarinnar. Ef vísindin hafa á réttu standa gæti Björt framtíð þannig komið til leiðar meiri og jákvæðari breytingum á daglegu lífi þorra þjóðarinnar en flestir aðrir fylgismeiri og langlífari stjórnmálaflokkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?