Fréttir

Lögreglan var að kanna ástand ökumanns – Þegar lögreglumenn sáu son hans fylltust þeir grunsemdum – Heima hjá feðgunum blasti óhugnaðurinn við

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 07:59

Í síðustu viku stöðvuðu ítalskir lögreglumenn akstur karlmanns á fimmtugsaldri, nærri bænum Gizzeria, til að kanna með ástand hans og ökuréttindi. 9 ára sonur mannsins var með honum í bílnum. Ástand drengsins var þannig að lögreglumennirnir fylltust grunsemdum um að ástandið á heimilinu væri ekki gott. Þeir fylgdu feðgunum því heim og þar blasti óhugnanleg sjón við þeim.

Þar fundu þeir 29 ára konu og 3 ára dóttur hennar í kjallara. Konan er frá Rúmeníu en kom til Ítalíu fyrir 10 árum og leigði herbergi hjá manninum. Grunur leikur á að maðurinn hafi haldið henni fanginni í öll þessi ár og hún hafi verið þræll hans. Hann er grunaður um að hafa beitt hana ofbeldi og að hafa ítrekað nauðgað henni.
LaCnews24 skýrir frá þessu.

Á þessum 10 árum hafði konan eignast tvö börn með manninum, stúlkuna og drenginn sem eru nefnd hér að ofan. Repubblica segir að maðurinn hafi ekki leyft konunni að leita til læknis í tengslum við meðgöngunar og fæðingarnar.

Aðstæður í húsinu voru hræðilegar. Þar var mikið af skordýrum og músum, salernisaðstaðan var úr rusli og rúmin úr pappa. Ekkert vatn eða rafmagn var í kjallaranum og stór keðja á hurðinni til að halda konunni og börnunum inni. Lögreglumenn urðu að bera grímur til að geta verið inni.

Konan sagði lögreglunni að hún hafi oft verið bundin við rúmið og misþyrmt og að sonur hennar hafi verið neyddur til að beita hana ofbeldi.

Maðurinn var handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. Konan og börnin eru nú í umsjá ítalskra yfirvalda og fá viðeigandi aðstoð.

Hér er hægt að sjá upptöku frá ítölsku lögreglunni af hryllingskjallaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna