fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ein mannskæðasta hryðjuverkaárás ársins var framin í morgun

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst 85 eru látnir eftir að hópur manna skaut og varpaði sprengjum á hóp fólks í mosku á norðanverðum Sínaískaga í Egyptalandi í morgun.

Um er að ræða eina mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í heiminum það sem af er ári.

Árásin var framin í Bir al-Abed, vestur af borginni Arish en auk þeirra sem létust særðust tugir, sumir alvarlega.

Samkvæmt egypskum fjölmiðlum komu mennirnir á fjórum stórum bílum, vopnaðir skotvopnum og sprengjum.

Abdel Fatta el-Sisi, forseti Egyptalands, kallaði til neyðarfundar eftir atvikið. Öryggissveitir í Egyptalandi hafa á undanförnum misserum barist við uppreisnarmenn úr röðum ISIS-hryðjuverkasamtakanna á norðanverðum Sínaískaga.

Þegar þetta er skrifað hefur enginn lýst ábyrgð á ódæðinu en liðsmenn ISIS hafa myrt lögreglumenn og hermenn á svæðinu á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar