fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Joanna bjóst ekki við þessu í brauði frá Myllunni: „Þetta hefur ekki gerst áður“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joanna Krupa brá heldur í brún þegar hún hugðist fá sér brauðsneið af Lífskornabrauði frá Myllunni í dag. Svo virtist sem búið væri að baka plast inn í brauðið. Í samtali við DV taldi Joanna að þetta væri annað hvort verið hanski eða límband.

Guðjón Pálsson, hjá Myllunni, segir í samtali við DV að þetta sé vissulega plast og eigi alls ekki að rata í brauðið. „Þetta hefur ekki gerst áður. En við vitum hvað þetta er, þetta er svokölluð varnarlíming, utan um rúg. Þær eru tvöfaldar og þetta er sett inn til að vernda innihaldið ef umbúðirnar skyldu rofna. Þetta er plast sem er sérstaklega gert í þeim tilgangi og það er haft svona skær blátt til að auka sýnileikann,“ segir Guðjón.

Hann segir Myllan muni hafa samband við Joannu og gera vel við hana. „Þetta er ekki hættulegt. Þetta er það sterkt og ætti ekki að rofna en það hefur eitthvað gerst þarna. Við verðum í sambandi við hana og ætlum að gera eitthvað fyrir hana, því þetta er leiðinlegt. Þetta er gott að því leyti að við þurfum nú að skoða þetta betur í gæðakerfinu okkar,“ segir Guðjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar