fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Catalina sver af sér tengsl við umfangsmikið vændismál – „Ég er eiginlega öskureið“

Vill frið fyrir kjaftasögunum – Segir parið hafa misnotað nafn hennar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 23:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Catalina Mikue Ncogo segist í samtali við DV tilneydd til þess að stíga fram og sverja af sér öll tengsl við umfangsmikið vændis- og hugsanlegt mansalsmál sem greint var frá í fréttum í gær, þann 22. nóvember.

Catalina varð alræmd á Íslandi í ársbyrjun 2009 í kjölfar frétta af umfangsmikilli vændisstarfsemi sem hún rak á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir nafn sitt núna hafa dregist inn í umræðuna um mál pars sem hefur verið úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember grunað um umfangsmikinn vændisrekstur.

Ráðalausar og áhyggjufullar

Catalina segir fólkið hafa misnotað nafn hennar í kringum starfsemi sína og að hún viti til þess að parið hafi uppálagt stúlkunum, sem grunur leikur á að það gerði út, að segjast alltaf starfa fyrir Catalinu, væru þær spurðar.

„Ég er að reka löglegt fyrirtæki, ég er íslenskur ríkisborgari og ég verð að geta búið hérna í friði fyrir svona kjaftasögum.“

Þegar hefur komið fram í fréttum að grunur leiki á að mansal tengist vændisrekstri parsins. Catalina treystir sér ekki til þess að segja af eða á um það en segir stúlkurnar nú vera á hálfgerðum vergangi, ráðalausar og áhyggjufullar af framtíð sinni eftir að parið var tekið úr umferð.

Öskureið

„Nokkrar stúlknanna hafa leitað til mín eftir hjálp en ég get aðallega bara talað við þær og sýnt þeim skilning þar sem ég kæri mig ekki um að koma nálægt þessum heimi framar. Fyrst brá mér svolítið og var undrandi á því að þær kæmu til mín. En þær þekkja auðvitað nafn mitt eftir að hafa verið látnar ljúga því að þær störfuðu fyrir mig. Og ég er þekkt sem vændiskona og þess vegna treysta þær mér betur en öðrum. Ég skil þær vel og veit nákvæmlega hvernig þeim líður.“

„Ég veit að nafn mitt mun alltaf verða tengt við vændi en ég hef tekið út mína refsingu og það veldur mér þungum áhyggjum að ég er dregin núna inn í þetta mál, sem er mér með öllu óviðkomandi. Loksins þegar ég er að reyna að segja skilið við þennan kafla fortíðar minnar og lifa eðlilegu lífi fæ ég þessar lygar og róg yfir mig.

Ég er að reka löglegt fyrirtæki, ég er íslenskur ríkisborgari og ég verð að geta búið hérna í friði fyrir svona kjaftasögum. Ég er mjög ósátt, eiginlega öskureið, við þetta fólk sem er nú í haldi enda hafa þau gert mér mikinn óleik með þessu.“

Hæstiréttur dæmdi Catalinu í júní 2010 í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmist brot, þar á meðal fyrir hórmang. Hún var ein ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru.

Umfangsmikið mál

Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag að málið sem nú væri til rannsóknar væri umfangsmikið. Sagði hann að vændi væri að aukast á Íslandi.

Í þessu tiltekna máli leiki grunur á að einstaklingar hafi haft viðurværi eða atvinnu af vændi annarra. Þá sé verið að rannsaka hvort þrjár erlendar konur sem tengjast málinu séu þolendur mansals. Engin þeirra er búsett hérlendis en hafa dvalið hér um stutt skeið, að því er fram kom í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar