fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lýst yfir óvissustigi vegna virkni í Öræfajökli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi í Öræfajöli vegna aukinnar virkni þar. Öræfajökull er megineldstöð en ekki hefur gosið þar síðan árið 1727. Aukin skálftavirkni hefur verið í jöklinum undanfarið og brennisteinslykt hefur fundist. Rétt er hins vegar að geta þess að engin merki hafa fundist um gosóróa ennþá.

Eftirfarandi tilkynning barst frá Veðurstofunni um málið í kvöld:

Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. Flugstjóri í farþegaflugi náði einnig ljósmyndum af katlinum í dag og sendi Veðurstofunni. Ketillinn er um 1 km í þvermál og endurspeglar nýlega aukningu í jarðhitavirkni í öskju Öræfajökuls. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli, en brennisteinslykt hefur fundist í nágrenni við Kvíá síðastliðna viku. Líklega er mesta vatnið nú þegar runnið undan katlinum. Aukin skjálftavirkni hefur verið síðustu mánuði, en heldur hefur dregið úr henni síðustu daga. Þessi gögn benda til aukinnar virkni í eldstöðinni sem hefur ekki gosið síðan 1727. Engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos.

Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn til að kanna aðstæður og taka sýni í fyrramálið. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu og fylgist vel með í samráði við jarðvísindamenn Háskóla Íslands og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Veðurstofa Íslands hefur í kjölfar þessarar auknu virkni hækkað litakóða Öræfajökuls í gulan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar