fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Björk um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir: Segir Lars von Trier hafa breitt út um sig lygasögur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. nóvember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er rosalega erfitt og subbulegt að draga þetta mál fram núna en ég geri þetta fyrir næstu kynslóð stelpna sem eru að vaxa núna, svo þær þurfi síður að lenda í þessu,“ segir Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona um hvers vegna hún steig fram nýlega með ásakanir sínar á hendur danska kvikmyndaleikstjóranum Lars Von Trier um kynferðislega áreitni frá þeim tíma er hún lék í kvikmynd hans, Dancer in the Dark.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Björk segir enn fremur að kynferðisleg áreitni af þessu tagi snúist ekki um kynlíf heldur völd. „Það er verið að brjóta fólk niður svo það fái ekki að skína.“ Segir Björk að konur sem láti ekki til leiðast séu rægðar og bornar út um þær sögur. Lars von Trier hafi breitt út alls konar lygasögur um hana og meinta furðulega hegðun hennar við vinnu á kvikmyndinni. Allt hafi það verið uppspuni.

Björk segir einnig að hún hafi ekki greint frá áreitninni á sínum tíma af ótta við að vera stimpluð hysterísk. Það séu allt aðrir tímar í dag og samfélagsmiðlarnir ljái konum vettvang til að stíga fram og láta rödd sína heyrast um þessi mál.

Nýjasta plata Bjarkar, Utopia, kemur út þann 24. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar