fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skipting ráðuneyta gæti kostað um hálfan milljarð

Skipting fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tvö ráðuneyti gæti kostað skildinginn

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 17. nóvember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis að skipta ætti upp fjármála- og efnahagsráðuneytinu í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, hafa kvisast til fjölmiðla. Fylgt hefur sögunni að Framsókn fengi þá efnahagsráðuneytið í sinn hlut og jafnvel að Sigurður Ingi Jóhannsson myndi taka við lyklavöldum þar. Bjarni Benediktsson yrði þá fjármálaráðherra. Ef af verður má gera ráð fyrir því að kostnaðurinn við breytingarnar yrði um hálfur milljarður króna á kjörtímabilinu.

Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja hófust á þriðjudaginn í þessari viku og hafa fylkingarnar fundað stíft síðan sú vinna hófst. Málefnasamningur flokkanna er í vinnslu og þá funduðu formenn flokkanna með Samtökum atvinnulífsins og ASÍ skömmu fyrir prentun blaðsins. Ástæðan er að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar sú að kjaralotan sem framundan er mun verða eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar og því sé mikilvægt að átta sig á stöðunni í heild sinni.

Bjartsýn á lendingu

Auðheyrt er af viðtölum við formennina að góður gangur er á viðræðunum og þeir bjartsýnir á að niðurstaða, sem allir geta sætt sig við, náist. Sagði Bjarni við fjölmiðla að málefnasamningur gæti legið fyrir um helgina og yrði þá kynntur rétt eftir helgi.

Þá hefur skipting ráðherraembætta verið rædd lauslega. Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar en á móti fengi Sjálfstæðisflokkurinn fleiri ráðuneyti. Alls voru ráðneytin tíu talsins í tíð fráfarandi ríkisstjórnar og féllu fimm slík embætti í skaut Sjálfstæðisflokksins, þrjú í skaut Viðreisnar og Björt framtíð hlaut tvö ráðherraembætti. Teiknuð hefur verið upp sú mynd að Sjálfstæðisflokkurinn fái aftur fimm ráðherraembætti en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn fái þrjú slík embætti hvor flokkur. Þá þarf að skipta upp ráðuneytum og eins sagt er í inngangi fréttarinnar beina Bjarni og Sigurður Ingi augum sínum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Slík aðgerð er ekki ókeypis. Varlega áætlað er kostnaðurinn við slíka skiptingu um 120 milljónir króna ári, eða um hálfur milljarður króna á fjögurra ára kjörtímabili, endist stjórnin svo lengi. Þá er tekið mið af skiptingu innanríkisráðuneytisins sem fyrir síðasta kjörtímabil var skipt í dómsmálaráðuneyti annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hins vegar.

Þessar hugmyndir um skiptingu ráðuneytanna voru bornar undir stjórnmálaleiðtogana áður en blaðið fór í prentun. Sigurður Ingi og Bjarni gáfu báðir í skyn að ýmsar hugmyndir væru í vinnslu og að skipting ráðuneyta væri ekki aðalatriðið í vinnunni. Katrín var skýrari í sínum svörum og sagði að henni hugnaðist ekki hugmyndin um skiptingu ráðuneytanna. Ekkert er skal þó útiloka í þeim efnum.

Ráðuneyti sem skiptimynt

Þegar hugmyndin var borin undir formann Samfylkingarinnar, Loga Einarsson, sagði hann að ekki væri ásættanlegt að nota ráðuneyti sem skiptimynt í samningum. „Almennt séð skiptir mestu máli að ráðuneyti séu nógu sterk og öflug til að ráða við sín hlutverk. Það er aldrei ásættanlegt að fjölgun ráðuneyta sé notuð sem skiptimynt til að lemja saman stjórnarsáttmála. En meðan þessar fréttir eru óstaðfestar, hef ég lítið um það að segja fyrr en ég sé málefnasamninginn. Það sem mestu máli skiptir er að breyta samfélaginu þannig að skipting gæða sé með ásættanlegum hætti,“ sagði Logi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv