fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Myndbandið sem fékk þau til að hætta í dópinu

Rétt rúmt ár síðan myndband af Ronald og Cörlu birtist

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rétt rúmu ári birtist myndband í heimspressunni sem sýndi hjón á besta aldri, Ronald og Carla Hiers, í miklum vandræðum vegna fíkniefnaneyslu.

Ronald og Carla voru út úr heiminum, í orðsins fyllstu merkingu, og meðvitundarlítil úti á götu í Memphis í Tennessee eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni.

Mikill vandi

Myndbandið, sem sjá má að hluta neðst í fréttinni, varpaði meira ljósi á þann gríðarlega vanda sem Bandaríkjamenn standa frammi fyrir vegna stóraukinnar neyslu á hörðum fíkniefnum.

Fleiri hundruð þúsund manns horfðu á myndbandið sem var tekið upp af vegfaranda, ungum manni, sem sagðist alls ekki sjá eftir því að hafa birt það opinberlega. Hann var gagnrýndur fyrir að hlæja í myndbandinu og koma fólkinu ekki til hjálpar. Sagðist hann vona að myndbandið næði athygli ungu kynslóðarinnar því líklega myndi enginn vilja vera í þeim sporum sem Ronald og Carla voru í þegar myndbandið var tekið.

Sneru við blaðinu

Líklega eru Ronald og Carla heldur ekki mótfallinn birtingunni, ekki í dag að minnsta kosti enda varð myndbandið til þess að þau ákváðu að snúa blaðinu við eftir áratugalanga misnotkun á eiturlyfjum.

Í nýrri heimildarmynd Time and Mic segir Carla að hún hafi ánetjast ópíóíðalyfjum ung að árum. Hún hafi í raun notað eiturlyf sleitulaust í 40 ár og undanfarin átta ár eingöngu notað heróín. Ronald hafði svipaða sögu að segja; hann hafði fyrst prófað heróín árið 1972 en ákveðið að hætta þegar hann sá myndbandið.

Bæði voru þau börn þegar þau prófuðu fyrst fíkniefni. Þau kynntust svo síðar á lífsleiðinni og urðu par. „Við vorum alltaf í vímu og alltaf í fangelsi eða á leið í fangelsi,“ segir Carla. Ronald bætir við að þau hafi oft framið glæpi saman og samband þeirra, meðan á því stóð, verið eitt stórt partý.

Ronald átti fjögur börn sem hann sneri baki við fyrir fíknina. En eftir að þau tóku of stóran skammt þennan örlagaríka dag ákváðu þau bæði að snúa við blaðinu. Að því er fram kemur í heimildarmyndinni hafa þau bæði verið laus við fíkniefni í rúmt ár, eða frá því að myndbandið birtist.

Eitthvað betra handan við hornið

„48 ár af fíkn, 48 ár af því að fara inn og út úr fangelsi, 48 ár af því að horfa á fólk deyja, 48 ár af því að horfa á fólk drepið eða rænt,“ segir Ronald um þá ákvörðun sína að hætta fyrir fullt og allt. Carla segir að hún hafi auðveldlega getað dáið þennan dag, en hún hafi ekki verið tilbúin til þess. „Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að það sé eitthvað betra handan við hornið, og raunin var einmitt sú.“

Carla og Ronald eru ekki lengur saman en tala þó saman á hverjum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar