fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kári sakar Sigmund Davíð um landráð: „Fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama“

Auður Ösp
Mánudaginn 9. október 2017 10:19

Kári Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð,“ ritar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrum formanns Framsóknarflokksins og nú stofn­anda Mið­flokks­ins. Vísar Kári í viðtal Kastljóss við Sigmund Davíð frá 28.september síðastliðnum þar sem Sigmundur Davíð var „sjanghæaður“ í viðtal líkt og hann orðaði það sjálfur.

Í umræddu viðtali ræddu Einar Þor­steins­son, frétta­mað­ur, og Sig­mundur Davíð meðal annars Wintris-­málið. Kvaðst Sigmundur Davíð síðan vera búinn að svara því sem að honum og konu hans í því máli. Þá sagðist hann aldrei hafa átt eignir á aflandseyj­um, og að þær kröfur sem lýst hafði verið í búið hefðu verið af hefðbundu tagi. Sagðist hann jafnframt hafa komið í viðtal við Kastljós þetta kvöld á þeim forsendum að það ætti að ræða við hann um nýtt fram­boð hans með Miðflokknum.

„Þetta er þá vænt­an­lega það sem það kall­ast hjá Rík­is­út­varp­inu, að vera sjanghæaður í við­tal,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars.

„Spyrillinn var ungur maður og glæsilegur í skærbláum jakkafötum og geislaði af honum sjarminn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það ætti að setja lögbann á þá hugmynd að stilla upp mönnum eins og honum í mynd með mönnum eins og mér og þér. Ég hefði haldið að við værum nægilega púkalegir í sjálfum okkar þótt það væri ekki verið að bjóða upp á þann möguleika að bera okkur saman við þetta,“ ritar Kári í opna bréfinu sem hann birtir á facebooksíðu sinni.

„Síðan tók ég eftir því að pilturinn valdi ekki endilega spurningar í þeim tilgangi að láta þér líða vel. Það er alltaf betra þegar spyrlarnir velja þægilegar spurningar og væri ekkert á móti því að setja ný lög um ríkisútvarpið þar sem þeir yrðu skikkaðir til þess að gera það, alltaf.“

Kári vitnar síðan í viðbrögð Sigmundar Davíðs við þeim spurningum Einars sem sneru að kröfum í íslensku bankana en þar lét Sigmundur Davíð meðal annars þessi ummæli falla:

„Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“

„Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankana við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankana voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé.“

Svar Sigmundar Davíðs er að mati Kára „steypa.“

„Fólkið sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun eignaðist ekki kröfur í þrotabú bankana við hrunið. Þeir sem eignuðust kröfur í þrotabú bankana voru þeir sem tóku þótt í fjármögnun þeirra á annan máta en með því að eiga í þeim sparifé. Fyrir hrun voru þessar kröfur nær alfarið í eigu stórra stofnanna og peningamarkaðssjóða. Það var ekki fyrr en undir það síðasta, rétt fyrir fall bankanna, að farið var að selja kröfurnar á spottprís og lítil eignarhaldsfélög eins og Wintris fóru að kaupa þær. Eftir hrun voru þær svo á útsölu og hljóta að hafa verið góð kaup þeim sem töldu sig vita hvernig íslensk stjórnvöld myndu halda á málum, að maður tali nú ekki um þá sem réðu því.“

Þá bendir Kári á að sem forsætisráðherra hafi Sigmundur Davíð borið endanlega ábyrgð á þeim samningum sem voru gerðir við kröfuhafana. Samt sem áður hafi hann ekki látið neinn vita að hann væri sjálfur einn af þeim.

„Þú varst beggja vegna borðsins í þeim samningum. Þótt við göngum út frá því sem vísu að kröfurnar sem þú áttir hafi ekki haft áhrif á það hvernig þú tókst afstöðu til samninganna, þá er það samt siðlaus glæpur að upplýsa ekki þjóðina um þennan eignarhlut. Ég held að það væri í samræmi við hefð að kalla þann glæp sem sitjandi forsætisráðherra fremur gegn hagsmunum þjóðar sinnar landráð. En kannski er það of djúpt í árina tekið og kannski ættum við bara að kalla þetta slys sem átti sér stað vegna þess að þú varst of upptekinn við að stjórna landinu.“

Hann sendir Sigmundi Davíð skýr skilaboð í lokin.

„Án tillits til þess hvora nafngiftina við kjósum þá held ég að sú staðreynd að þú varst einn af kröfuhöfunum sem þú varst að semja við fyrir okkar hönd geri það að verkum að við viljum þig ekki nálægt Alþingi og fyndist eðlilegt að þú flyttist til Panama þar sem þú gætir endað hvert einasta kvöld á því að dansa vangadans við meyjuna Wintris, sem virðist hafa farið með þig eins og Eva fór með Adam í aldingarðinum forðum daga. Góða ferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar