Fjórir skotnir í Trelleborg í Svíþjóð – Tveir alvarlega særðir

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Mynd: reuters

Fjórir voru skotnir í miðbæ Trelleborg í Svíþjóð á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tveir eru alvarlega særðir, karlmenn um tvítugt. Hinir tveir eru minna særðir. Lögreglan handtók einn mann í gærkvöldi en hann er grunaður um að tengjast skotárásinni. Auk þess voru fleiri færðir til yfirheyrslu.

Aftonbladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að skotárásin hafi átt sér stað á nokkrum stöðum á afmörkuðu svæði. Stóru svæði var lokað af vegna rannsóknar lögreglunnar en fjölmennt lögreglulið kom fljótlega á vettvang. Sá sem var handtekinn var handtekinn í tengslum við húsleit sem var framkvæmd vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.