Innkalla Tuborg bjór vegna glerbrots

Ljósmynd/Skjáskot af fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Ljósmynd/Skjáskot af fréttatilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. (Ölgerðin) hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað
Tuborg Classic bjór í 50 cl dósum. Ástæðan er sú að varan getur innihaldið aðskotahluti á borð við gler eða brot úr hörðu plasti.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu kemur að varan sé innkölluð vegna þess að glerbrot eða brot úr hörðu plasti fundust í einni dós. Vörunni var dreift í verslanir ÁTVR um allt land.

Um er að ræða lotunúmer 02L17263 002359 og var pökkunardagurinn 20.september síðastliðinn.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Ölgerðarinnar eða í næstu verslun ÁTVR og fá nýja vöru í staðinn. Nánari upplýsingar fást hjá Ölgerðinni, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík, í síma 412 8000 eða á netfanginu olgerdin@olgerdin.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.