fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ekkert um skattaskjól í þingmálaskrá

Fjármála- og efnahagsráðherra sagðist á Alþingi ætla að segja skattaskjólum stríð á hendur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. janúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þingmálaskrá, þar sem finna má yfirlit um þau mál sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi, er hvergi að finna mál sem snúa að aðgerðum til að vinna gegn skattaskjólum, fjármagnsflutningum á aflandssvæði eða skattaundanskotum. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þó undanfarna daga lagt mikla áherslu á að slíkt sé forgangsmál.

Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðið þriðjudagskvöld sagði Benedikt meðal annars: „Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra í því skyni að loka skattasmugunum.“ Ekki er að sjá að boðuð séu þingmál í þessa veru í þingmálaskrá. Þess ber hins vegar að geta að ekki er langur tími liðinn síðan Benedikt settist í ráðherrastól og ekki er heldur langt síðan skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var gerð opinber, sem frægt er orðið. Í formála að þingmálaskrá er tiltekið að flutt kunni að verða fleiri mál en þau sem þar eru tiltekin, og gera má ráð fyrir, í ljósi orða ráðherrans, að þingmál er varði aðgerðir gegn skattaskjólum hljóti að líta dagsins ljós síðar á þinginu.

101 mál er að finna í þingmálaskránni. Flest þeirra koma frá fjármála- og efnahagsráðherra, 17 talsins, og er yfir helmingur þeirra innleiðing á ESB-gerðum og tilskipunum. Verulegur fjöldi mála stjórnarinnar fellur undir þann sama hatt og þá er töluvert um endurflutt mál. Hér verður gripið niður í nokkur þeirra mála sem boðað er að ríkisstjórnin hyggist leggja fram.


Bregst við hryðjuverkaógn

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á lögum er varða gjafsókn, meðal annars með það að markmiði að hægt verði að kæra synjun.
Breytir fyrirkomulagi í gjafsóknarmálum Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á lögum er varða gjafsókn, meðal annars með það að markmiði að hægt verði að kæra synjun.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra boðar frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum. Málið snýr að sölu og notkun efna sem hægt er að nýta til sprengjugerðar, til að mynda tilteknum tegundum áburðar. Hryðjuverkaógn síðustu ára er hvatinn að málinu. Dómsmálaráðherra hyggst þá endurflytja frumvarp sem snýr að gjafsókn fyrir dómstólum í einkamálum. Þar er gert ráð fyrir að ákvörðun um gjafsókn verði færð á hendur sýslumanna í stað þess að innanríkisráðherra skuli taka ákvörðunina. Hægt verður að kæra synjun sýslumanns til gjafsóknarnefndar. Lögfræðingar sem DV ræddi við segja um mikilvæga réttarbót að ræða þar eð fram að þessu hafi ekki verið hægt að kæra synjun, hún hafi verið endanleg.

Auk þessa eru meðal mála sem dómsmálaráðherra boðar breyting á lögum um útlendinga sem snýr að því að kæra á ákvörðun Útlendingastofnunar um brottflutning útlendings úr landi skuli ekki fresta réttaráhrifum, hafi stofnunin metið umsóknina tilhæfulausa og að útlendingurinn komi frá því sem stofnunin telji öruggt ríki.


Boðar aðgerðaráætlun gegn ofbeldi

Félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, virðist ætla að gera gangskör að því að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Jafnréttismál fyrirferðarmikil Félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, virðist ætla að gera gangskör að því að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, boðar framlagningu fjölda mála sem snúa í miklum mæli að jafnréttismálum. Þar má telja frumvarp um jafnlaunavottun í fyrirtækjum þar sem fleiri en 25 starfa og frumvarp til laga um jafna meðferð fólks óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, nema á vinnumarkaði. Sér frumvarp er boðað um jafna meðferð á vinnumarkaði. Þrjú frumvörp eru boðuð til innleiðingar á ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og boðað er frumvarp sem tekur á hækkun á hámarksfjárhæðum í fæðingarorlofi. Þá á að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun gegn ofbeldi í íslensku samfélagi í mars komandi. Lögð er áhersla á að auka fræðslu og forvarnastarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála.


Stofna á sjóð til að styrkja millilandaflug

Þórdís Kolbrún mun endurflytja þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun um orkuskipti.
Aðgerðaráætlun um orkuskipti Þórdís Kolbrún mun endurflytja þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun um orkuskipti.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um flugþróunarsjóð sem ætlað er að styðja við reglulegt millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða. Þá er boðað frumvarp til heildarendurskoðunar á skipan ferðamála. Ráðherra ætlar þá í febrúar að endurflytja þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun um orkuskipti í lofti, á láði og legi fram til ársins 2030.


Hyggst leggja fram frumvarp um rafsígarettur

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra boðar breytingar á lögum um tóbaksvarnir.
Lagaumgjörð um rafsígarettur Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra boðar breytingar á lögum um tóbaksvarnir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra leggur meðal annars til breytingu á lögum um tóbaksvarnir og snýr breytingin að rafsígarettum. Með því yrði komið á heildstæðum ramma um sölu, neyslu og annað það er tengist rafsígarettum.


Endurskoðar undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum

Undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum verða endurskoðaðar samkvæmt boðuðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Endurskoðar undanþágur Undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum verða endurskoðaðar samkvæmt boðuðu frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun í mars leggja fram frumvarp til laga þar sem undanþágur afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá ákvæðum samkeppnislaga verða endurskoðaðar. Þær undanþágur lúta að því að afurðastöðvum líkt og Mjólkursamsölunni og Kaupfélagi Skagfirðinga, svo dæmi séu tekin, sé heimilt að gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu og dreifingu mjólkurafurða. Þá er afurðastöðvum einnig heimilt að sameinast. Undanþágur þessar hafa verið þyrnir í augum margra um langt skeið en talsmenn iðnaðarins segja hins vegar að með þeim hafi tekist að ná upp gríðarmikilli hagræðingu í greininni, henni og neytendum til heilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar