fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Aðeins forríkir ferðamenn velkomnir

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýðveldið Palau í Vestur-Kyrrahafi er klasi lítilla eyja sem ekki eru beint á allra vörum frá degi til dags. Eyjarnar eru þó margrómaðar fyrir stórbrotna náttúru og mikla veðursæld.

Á undanförnum árum hefur ágangur ferðamanna aukist frá ári til árs og til að stemma stigu við auknum átroðningi ferðamanna hyggst forsetinn, Tommy Remengesau, grípa til þess ráðs að breyta lögum á þann veg að aðeins yrði heimiluð bygging fimm stjörnu lúxushótela á eyjunum.

Breska blaðið Telegraph greinir frá þessu en yrðu þessi nýju lög að veruleika þyrftu hóteleigendur að uppfylla allskonar skilyrði til hótelreksturs. Yfirvöld telja að þetta myndi gera það að verkum að fjöldi ferðamanna myndi minnka en að sama skapi myndu tekjurnar standa í stað, eða því sem næst, auk þeirra jákvæðu áhrifa sem minni fjöldi fólks myndi hafa á náttúruna.

Palau samanstendur af um 250 eyjum og segir Tommy að þessi aukna ásókn erlendra ferðamanna stefni eyjunum í ákveðna hættu. Á undanförnum árum hefur til dæmis fjöldi kínverskra ferðamanna margfaldast en margar ferðaskrifstofur í Kína hafa boðið upp á ódýrar pakkaferðir til Palau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar