fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Björn: „Undir forystu Katrínar verður VG ekki annað en nöldurflokkur“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undir forystu Katrínar verður VG ekki annað en nöldurflokkur sem helst hampar því að hann sé grænn þótt kjarninn sé rauður,“ ritar Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á heimasíðu sína í dag og fullyrðir um leið að Vinstri grænir undir forystu Katrínar Jakobsdóttir hafi aldrei „viljað annað en sýndarviðræður“ við Bjarna Benediktsson.

Hann segir Birgittu Jónssdóttur Pírata og Katrínu hafa tekist eftir að þeim var afhent formlegt umboð til myndunar meirihlutastjórnar.

„Birgitta útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Tilraun hennar var dauðadæmd frá upphafi þótt hún teldi þremur dögum fyrir uppgjöf sína 90% líkur á að tilraun sín mundi heppnast. Sannaðist enn hve pólitísk dómgrein hennar er brengluð,“ ritar Björn og bætir við að það sama eigi við um flokksbróður Birgittu, Smára McCarthy, sem „mat stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðunum einnig alrangt.“

„Eftir að hafa tapað á heimavelli og öllu trausti rúin reynir Birgitta að ná sér niðri á Bjarna Benediktssyni með aðstoð erlendra fjölmiðlamanna. Veikir það mjög traust til erlendra blaða að sjá þau birta fréttir með Birgittu sem heimildarmann. Fyrir henni vakir ekki annað en skítkast í sama anda og hún stundar hér á landi.“

Þá segir Björn að Katrín hafi orðið formaður Vinstri grænna til að breiða yfir þann klofning sem varð þegar flokkurinn aðild að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009 til 2013.

„Sú viðleitni hennar gerir hana í raun áhrifalausa í samskiptum við aðra flokka. Henni er um megn að taka ákvörðun sem miðar að samstarfi við aðra af ótta við að gjáin í flokki hennar opnist að nýju og hún detti sjálf ofan í hana. Undir forystu Katrínar verður VG ekki annað en nöldurflokkur sem helst hampar því að hann sé grænn þótt kjarninn sé rauður.“

Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi sýnt þolinmæði í viðræðum við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálin sem nú hefur kynntur til sögunnar endurspegli að sjálfsögðu að flokkarnir séu ekki sammála um allt. Að mati Björnd er það þó „fjarri því sem um hefði verið samið til að finna samnefnara í viðræðum Bjarna við VG og Framsóknarflokkinn.“

„VG undir forystu Katrínar vildi aldrei annað en sýndarviðræður við Bjarna. Það er því meira en lítið hallærislegt að sjá Katrínu hneykslast á sáttmála ríkisstjórnarinnar. Vilji hún beina spjótum sínum að einhverjum vegna niðurstöðunnar um stjórnarsamstarf ætti hún að gera sjálfa sig að skotspæni,“ ritar Björn síðan um leið og hann spyr hvort Katrínu verði lengur sætt sem formaður Vinsti grænna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar