Svona skipta þeir með sér ráðuneytum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sjálfstæðisflokkurinn fær forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Flokkurinn fer einnig með innanríkismál en því verður skipt upp í tvö ráðuneyti. Annars vegar ráðuneyti fjarskipta- og sveitarstjórnamála en hins vegar ráðuneyti dómsmála. Flokkurinn fer einnig með ferðamál, iðnaðarmál, nýsköpun og menntamál.

Viðreisn fær fjármálaráðuneytið, atvinnuvegaráðuneyti (landbúnaðar- og sjávarútvegsmál) auk velferðarráðuneytisins. Björt framtíð fær heilbrigðisráðuneytið og umhverfisráðuneytið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.