Fréttir

Hvorn styður Davíð?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. september 2017 21:30

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, leggur pólitísku línurnar á því blaði svo eftir er tekið. Í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var Davíð duglegur að styðja við Sigmund, líka þegar hann hrökklaðist úr embætti í fyrra. Ekki hefur Bjarni Benediktsson ætíð fengið jafn dyggan stuðning frá Hádegismóum.

Því verður forvitnilegt að sjá hvaða línu Davíð tekur á næstu vikum, hvort hann muni áfram styðja við bakið á Sigmundi Davíð eða einhenda sér í öflugan stuðning við Bjarna Benediktsson. Hið síðarnefnda hlýtur að teljast líklegra, enda mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018