Fréttir

Stofnar stjórnmálaflokk einn síns liðs

Þormar Jónsson stendur að baki stofnun Framfaraflokksins – Hefur þegar eytt milljón í undirbúningsvinnuna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. september 2016 19:00

Þormar Jónsson stendur að baki stofnun Framfaraflokksins - Hefur þegar eytt milljón í undirbúningsvinnuna

Boðað hefur verið til stofnfundar nýs stjórnmálaflokks á Nordica-Hilton hóteli nú um helgina. Flokkurinn sá heitir Framfaraflokkurinn og hefur fengið úthlutað listabókstafnum N. Til stofnfundarins er boðað með auglýsingum í blöðum en aðeins einn einstaklingur, Þormar Jónsson, stendur á bak við flokkinn. Þormar hefur að eigin sögn þegar greitt ríflega eina milljón króna úr eigin vasa í framboðið og segir að sér sé full alvara. Hann hyggist bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum 29. október næstkomandi. „Þó seint sé farið af stað ætla ég að kýla á þetta.“

Í heilsíðuauglýsingu um stofnfundinn sem birtist í Morgunblaðinu í gær kemur fram að flokkurinn sé „hægri – miðju flokkur með margar nýjar raunhæfar hugmyndir til hagsbóta fyrir þjóðfélagið.“ Á stofnfundinum á að kynna þær hugmyndir. Meðal annars vill Framfaraflokkurinn koma á virku lýðræði með þeim hætti að kjósendur geti sent inn hugmyndir á Alþingi sem skylt sé að taka þær til skoðunar. Þá hefur flokkurinn miklar hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi sem eru byltingarkenndar að sögn Þormars.

Borgar kostnaðinn úr eigin vasa

Þormar stendur sem fyrr segir einn að stofnun flokksins og engin bráðabirgðastjórn eða verkefnastjórn hefur komið að undirbúningsvinnunni. Hann hefur þegar, að eigin sögn, eytt ríflega einni milljón króna í framboðið og hafa þeir fjármunir farið í auglýsingar og leigu á fundarsölum fyrir stofnfundinn. „Það hef ég bara tekið af mínum peningum.“

„Það er betra að fara af stað núna í stað þess að bíða eftir næstu kosningum og alveg sama hvort ég fæ eitt eða þrjú eða fimm eða tíu eða tuttugu prósent.“

Tekur upp nafnið frá Sturlu

Athygli vekur að Sturla Jónsson notaði nafnið Framfaraflokkurinn áður en að hann söðlaði um og bauð fram í eigin nafni fyrir alþingiskosningarnar 2013. Þormar segir að Sturla hafi fengið að vita af því að hann hygðist taka upp nafnið og hafi ekki sett sig neitt upp á móti því. Þormar segir enn fremur að hann sé þess fullviss að fjöldi fólks muni vilja starfa með hinum nýja Framfaraflokki. „Hugmyndin kom til mín fyrir um ári en svo fór ég af stað í vor þegar ljóst var að það yrði kosið í haust. Ég er búinn að tala við fólk úti um allt land. Í haust komu upp hugmyndir um samruna við annan flokk, hvern vil ég ekki nefna, en þegar það datt upp fyrir ákvað ég bara að láta slag standa. Það gerðist ekkert fyrr en ég kýldi bara á þetta sjálfur. Ég tel allar líkur á að ég nái þessu, að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er betra að fara af stað núna í stað þess að bíða eftir næstu kosningum og alveg sama hvort ég fæ eitt eða þrjú eða fimm eða tíu eða tuttugu prósent. Fólk verður þá komið með reynslu og betur undirbúið fyrir kosningarnar næst.“

Þormar segir að stefnt sé að því að byggja í kringum málefnagrunninn sem þegar er til staðar á stofnfundinum sjálfum. „Það er kominn þessi aðalgrunnur, bæði í sjávarútvegsmálum og heilbrigðismálum og þeim málum sem eru mikilvægust fyrir okkur. Önnur mál, utanríkismál og innflytjendur til dæmis, það set ég alveg til hliðar. Það kemur bara seinna.“

Blandar ekki trúmálum við stjórnmálin

Þormar hefur áður komið nálægt pólitík en árið 1987 var hann í framboði fyrir Þjóðarflokkinn í Austfjarðarkjördæmi. Þormar, sem er Patreksfirðingur að upplagi, sat í 4. sæti lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar það ár en flokkurinn náði reyndar ekki inn mönnum á þing í kosningunum. Hann hefur einnig í gegnum tíðina komið að trúmálum og friðarmálum en hann hefur verið í forsvari Heimsfriðarsamtaka fjölskyldna, sem eru skráð trúfélag tengt hinum kóreska trúarleiðtoga Sun Myung Moon. Sá er ekki síst þekktur fyrir að gefa fólk saman í hjónabönd í fjöldaathöfnum. Þormar segir að trúmál eða friðarmál verði hins vegar á engan hátt hluti af starfi hins nýja flokks. „Það er bara prívat og persónulegt og tengist þessu starfi ekki neitt. Ég vil ekkert blanda trúmálum við stjórnmálin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jónína Ben: „Saga okkar Gunnars verður heiðarleg, sársaukafull en okkar eina leið til þess að getað haldið áfram, saman eða sitt í hvoru lagi“

Jónína Ben: „Saga okkar Gunnars verður heiðarleg, sársaukafull en okkar eina leið til þess að getað haldið áfram, saman eða sitt í hvoru lagi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Agnieszka starfar sem strætóbílstjóri og fær 260 þúsund krónur á mánuði: Þarf að kaupa leikföng handa syni sínum í nytjaverslunum

Agnieszka starfar sem strætóbílstjóri og fær 260 þúsund krónur á mánuði: Þarf að kaupa leikföng handa syni sínum í nytjaverslunum
Fréttir
Í gær

„Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar“

„Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar“
Fréttir
Í gær

Elsti skjólstæðingur Fjölskylduhjálpar Íslands er 97 ára – Geta líklega ekki aðstoðað alla sem þurfa aðstoð fyrir jólin

Elsti skjólstæðingur Fjölskylduhjálpar Íslands er 97 ára – Geta líklega ekki aðstoðað alla sem þurfa aðstoð fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veiparar Íslands

Veiparar Íslands