fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Píratar missa fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 28. september 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú stærsti flokkurinn í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var síðastliðið mánudagskvöld.

Í könnuninni mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 34,6 prósent, fylgi Pírata 19,9 prósent, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn eru jafnstór með tæp 13 prósent. Viðreisn er mældist með 7,3 prósenta fylgi og Samfylkingin 5,9 prósent. Björt framtíð væri með 3,6 prósenta fylgi ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi ríkisstjórnin halda velli með þrjátíu og þriggja manna meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn níu.

Píratar yrðu með næststærsta þingflokkinn, þrettán menn, Framsóknarflokkurinn með níu, VG átta, Viðreisn með fimm menn og Samfylkingin fjóra. Björt framtíð kæmi ekki inn manni.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig um sjö prósentustigum frá könnun sem gerð var 6. og 7. september síðastliðinn. Píratar tapa aftur á móti tæpum tíu prósentustigum. Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig fylgi en VG stendur í stað. Samfylkingin tapar lítillega fylgi en Viðreisn bætir aðeins við sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar