fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sögðu hvíta duftið vera fæðubótarefni

Meint fíkniefni og sveppir fundust við húsleit á Höfn

Kristín Clausen
Mánudaginn 26. september 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er einsdæmi og jafnfram gleðilegt að í síðustu viku voru engin hegningarlagabrot á borðum lögreglu á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Þá er greint frá því í tilkynningunn að húsleit hafi verið gerð í íbúð á Höfn um helgina. Tveir karlmenn voru handteknir eftir að hvítt duft fannst í íbúðinni. Mennirnir sögðu það vera fæðubótarefni. Að auki var hald lagt á nokkuð af sveppum.

Eftir yfirheyrslu voru mennirnir látnir lausir. Efnið og sveppir verða sendir í efnarannsókn og niðurstaða úr henni mun skera úr um framhald málsins.

Síðastliðinn þriðjudag kom upp eldur í óskráðri bifreið í sandgryfju skammt frá Ölfusréttum. Þegar slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kom á vettvang var bifreiðin alelda. Bifreiðin var gömul fólksbifreið sem ekki var í umferð. Tveir unglingar höfðu verið að keyra bifreiðina í sandgryfjunni þegar eldur kom upp í mælaborði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar