fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Banvænn sogblettur

17 ára piltur lést eftir kelerí

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. ágúst 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julio Macias Gonzales, 17 ára piltur frá Mexíkóborg, lést í síðustu viku, og er dánarorsök talin vera blóðtappi í heila sem átti rætur að rekja til sogbletts á hálsi hans.

Talið er að sogbletturinn hafi verið verk 24 ára kærustu drengsins.
Julio var staddur á heimili sínu í Iztapalapa hverfinu, þegar hann fékk öflugan krampa. Ættingjar hans hringdu á sjúkrabíl, en ekki reyndist unnt að bjarga lífi Julios. Við læknisskoðun kom í ljós að sogbletturinn á hálsi hans hafði líklega orsakað blóðtappa sem ferðaðist upp í heila og olli þar heilablóðfalli.
Foreldrar Julio hafa tjáð sig um að þeim hugnaðist ekki samband sonarins við hina mun eldri konu. Ekki er vitað hvar hún heldur sig í dag.

Þetta er ekki fyrsti hættulegi sogbletturinn sem vitað er um. Árið 2011 hlaut 44 ára gömul kona lömun í vinstri handlegg eftir lítið heilablóðfall. Talið er að orsökin hafi verið sogblettur hægra megin á hálsi hennar. Meðferðin fólst í segalosandi meðferð, og blóðtappinn hvarf innan fárra daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar