fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gagnrýna lítið eftirlit með dýraníði

Vilja að bændur sem fara illa með dýr missi styrki

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraverndunarsamband Íslands vill að Matvælastofnun (MAST) geti fellt niður opinberar greiðslur í landbúnaði vegna brota er kemur að velferð dýr en ákvæðið var tekið út úr samningnum árið 2013. Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda lögðust gegn ákvæðinu.

Skiptu um skoðun

Nú hafa stjórnir félaganna þó skipt um skoðun og eru jákvæð fyrir því að ákvæðið verði sett aftur inn í samningana. Í dag eru reglurnar þær að ef að bóndi misþyrmir dýri með þeim afleiðingum að það drepst þá fær hann 300 til 400 þúsund í stjórnvaldssekt en hann má þó enn halda skepnur.

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Dýraverndunarsamband Ísland hafi í harðorðri umsög um búvörusamninga sagt það ótækt með öllu að ríkið styrki fjárhagslega í gegnum búvörusamninga aðila sem uppvísir eru að lögbrotum eins og alvarlegu dýraníði.

Lítið eftirlit

Sambandið skorar á Alþingi að sjá til þess að heimild til að fella niður opinbera styrki vegna alvarlegs eða ítrekaðs dýraníðs verði felld inn í nýja búvörusamninga og búvörulög.

„Ég fæ ekki betur séð en að hið opinbera veiti ekki nægt fé til eftirlits með dýraníði hér á landi. Íslenskir neytendur vilja ekki að skattfé renni til einstaklinga sem uppvísir eru að hrottalegu dýraníði og því þarf Matvælastofnun að búa yfir úrræði til að stöðva svoleiðis voðaverk,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv